Hoppa yfir valmynd
19.06.2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 19. júní 2012

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Árni Egilsson varamaður Garðar Hilmarssonar, tiln. af BSRB, Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, varamaður Ástu S. Helgadóttur umboðsmanns skuldara, Elín Rósa Finnbogadóttir varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Gyða Hjartardóttir  tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Gissur Péturssonar, án tiln., Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður landlæknis, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Vilborg Oddsdóttir tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttur án tiln. Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum, og Ingibjörg Broddadóttir.

Formaður bauð Árna Egilsson sérstaklega velkominn á sinn fyrsta fund í velferðarvaktinni og ítrekaði að varamenn væru ævinlega velkomnir á fundi vaktarinnar.

Einnig greindi Lára frá því að borist hefði bréf frá Landssambandi eldri borgara með ósk um aðild að velferðarvaktinni. Velferðarráðherra styður það að LEB eigi fulltrúa í velferðarvaktinni.

1. Fundargerðir

Fundargerð 67. fundar samþykkt.

2. Starfið framundan

Lára upplýsti að hún muni hætta sem starfsmaður velferðarráðuneytisins í lok ágúst nk. Hún mun halda áfram formennsku í velferðarvaktinni að ósk velferðarráðherra. Framundan er kosningaár og "líflína" velferðarvaktarinnar liggur inn í velferðarráðuneytið. Vaktin þarf því að huga vel að því hvernig starfinu verði háttað næstu misseri. Lára upplýsti að ráðherra teldi starf vaktarinnar ómetanlegt og það væri vel þegið að fá áminningar hennar.

Fundarmenn fögnuðu því að Lára haldi formennskunni áfram þrátt fyrir starfslok í ráðuneytinu.

3. Áfangaskýrslan 2012

Atvinnumál

  1. Góðu fréttirnar eru að málin eru aðeins að færast í betra horf. Atvinnuleysi fer minnkandi jafnt og þétt. Nú sé að verða tímabært að herða á því að fólk taki þá vinnu sem í boði er og færa áherslur frá virkniúrræðum að leiðbeiningum við gerð ferilskrár og atvinnuleit. Á hinn bóginn er munurinn á milli fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga og lægstu launa lítill og því er ef til vill lítill hvati til að atvinnusóknar.
  2. Hvernig má endurspegla þessa stöðu í næstu skýrslu? Það gæti orðið til hópur fólks sem ekki fær atvinnu þrátt fyrir bætta stöðu atvinnulífsins, svo sem fólk af erlendum uppruna. Bent var á að flest úrræði fyrir útlendinga á Norðurlöndum hafi mistekist. Leggja verði áherslu á starfsþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna.
  3. Ljóst er að ýmsir muni sitja eftir, svo sem þeir sem hafa verið án atvinnu í lengri tíma og efnalitlar barnafjölskyldur eiga margar í erfiðleikum. Varanleg störf hafa ekki orðið til enn sem komið er.

Efnahagslegir erfiðleikar

  1. Nauðsynlegt er að greina varanleg áhrif kreppunnar og skýrslan fyrir árið 2012 gæti sett þetta í brennidepil svo sem þær fjölskyldur sem urðu gjaldþrota.
  2. Búið er að grípa til ýmissa ráðstafana og huga verður að þeim heimilum sem fá fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, svo sem fólkið sem hefur litla atvinnusögu. Mikilvægt er að rýna í tölfræðina og aðrar upplýsingar, meðal annars nýja rannsókn á aðstæðum barna og frístundanotkun með tilliti til stöðu foreldra Til dæmis þessa skýrslu: Aðstæður reykvískra foreldra: Félagslegt tengslanet, tómstundir og almennt heilsufar barna.
  3. Þeir, sem voru fátækir fyrir kreppu sitja eftir. Nota ætti næsta vetur til að koma til móts við þennan hóp, þetta er þungur en fámennur hópur. Í Evrópu er áherslan á mannréttindi; frá ölmusu tl valdeflingar.
  4. Framundan er kosningavetur - hugsanlega felur það í sér sóknarfæri. Fátækar gamlar konur búa ekki allar við góð kjör, þetta þarf að kanna og hefur Jafnréttisráð hug á að standa að víðtækri rannsókn. Annar hópur er ungt fólk sem ekki er skilgreint í erfiðleikum; er ekki gjaldþrota en getur sig hvergi hreyft vegna fjárskuldbindinga til frambúðar.
  5. Áfangaskýrslan á að taka stöðuna og einnig að horfa til baka.
  6. Skýrslan endurspegli ákveðna vöktun, en ekki fara yfir of víðan völl; dýpka frekar á tilteknum málum, fara eldri skýrslur og nota Félagsvísana.

Ennfremur var rætt um eftirfarandi:

  • Atvinnumál fatlaðra og hvernig Vinnamálastofnun hefur komið til móts við þann hóp, en stofnunin fékk 8 stöðugildi þegar málefni fatlaðra voru flutt til sveitarfélaga
  • Þrenging á endurhæfingarlífeyri
  • Samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna vegna þeirra sem lokið hafa atvinnuleysisbótarétti.
  • Samhæfing í kerfinu svo sem að stofna greiðslustofu, sem lengi hefur verið til umræðu og útfærsla barnatrygginga.
  • Styrking heilsugæslunnar í landinu.
  • Börn og barnamenning og rætt um menningarkort fyrir barnafjölskyldur

3. Önnur mál

LB greindi frá því að Hagstofan muni taka við Félagsvísunum, en fjármagn sé enn ekki tryggt. Umsjónarhópur verður stofnaður á ábyrgð velferðarráðuneytis.

Sumarstarfsmaður verður ráðinn til að vinna með niðurstöður skýrslu velferðarvaktarinnar frá sl. sumri um börn í viðkvæmri stöðu, m.a. verða rýnihópar stofnaðir.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum