Hoppa yfir valmynd
29.01.2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 29. janúar 2013

Fundargerð 77. fundar, haldinn í velferðarráðuneytinu þriðjudaginn 29. janúar 2013, kl. 14.00 – 16.00

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu ásamt Sædísi Arnardóttur, félagsráðgjafarnema hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, Björg Bjarnadóttir, tiln. af Kennarasambandi Íslands, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Elín Rósa Finnbogadóttir varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Gyða Hjartardóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Salbjörg Bjarnadóttir varamaður Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Ingibjörg Broddadóttir velferðarráðuneyti, Lovísa Lilliendahl velferðarráðuneyti og Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir velferðarráðuneyti.

1. Fundargerð

Fundargerð 76. fundar frá 15. janúar 2013 samþykkt.

2. Fjölskyldustefna

Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna og Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur hjá Embætti landlæknis, fulltrúar í Velfeðarvaktinni höfðu framsögu um málið.

Í máli Valgerðar og Salbjargar kom meðal annars fram að þjónusta við börn og fjölskyldur þurfi að taka betur mið af fjölskyldugerð og því hvernig fjölskyldan er samsett.  Valgerður benti  á mikilvægi þess að styrkja tengslanet barna og að efla þurfi opinbera umræðu um málefni fjölskyldunnar, þar með talið samsettra fjölskyldna. Mikil þörf sé á fræðslu um málefni fjölskyldunnar og að endurskoða þurfi skilgreiningu á hugtakinu fjölskylda með tilliti breytinga í samfélaginu. Sú skilgreining sem er oftast notast við er frá Ári fjölskyldunnar 1994 en þarfnast endurskoðunar. Þá bentu þær stöllur á mikilvægi þess að fyrir liggi skýr fjölskyldustefnu. Fjölskylduráð sem Alþingi samþykkti að sett yrði á laggirnar 1996 hefur lagst af og ríkið ekki sett fram skýra stefnu í þessum málum.Ýmis sveitarfélög hafi þó sett sér ágæta fjölskyldustefnu og var fjölskyldustefna Hafnarfjarðar nefnd í því sambandi. Víða skorti þetta þó alveg og einnig framkvæmdaáætlun þar sem stefnan er fyrir hendi.
Bent var á að bakland eldri borgara væri að einnig að breytast í kjölfar breytinga í samsetningu fjölskyldna,
Salbjörg fór í stuttu máli yfir það sem “Barnavakt” velferðarvaktarinnar hefur verið að kynna sér núna í janúar.
Þar  kom meðal annars fram að á BUGL hafi biðlistar aukist undanfarin misseri og svo virðist sem fleiri stöðugildi vanti þar til að vinna á þessum biðlistum. Víða er skortur á samvinnu stofnana í kerfinu því ef leysa þurfi flókin málefni einstakra barna þurfi “samfélag í kringum hvert barn”.  Svo virðist sem að félagsfælni ungmenna á aldrinum 16-22 ára fari vaxandi og mörg séu einangruð heima með tölvunni.
Bent var sérstakalega á að í Breiðholti sé flott kerfi í gangi, meðal annars verkefni sem nefnist Fjölskyldubrúin.
Hér má sjá glærur Valgerðar og Salbjargar:  http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/33745                                                           

Umræður

Fundarmenn voru sammála um að kynningin hefði verið vitundarvakning og því væri spurning hvort og þá hvað velferðarvaktin ætti að gera í þessu máli.
Það sem meðal annars kom fram var að styðja þurfi fagfólk ekki síður en fjölskyldurnar sjálfar í því að þekkja öll þessi flóknu  fjölskyldutengsl. Nauðsyn sé á fræðslu fyrir fagfólk, einkum kennara. Þörf sé á vitundarvakningu um þessi mál og í því sambandi var bent á velheppnaða vitundarvakningu homma og lesbía í kringum Hinsegin daga, sem þau stóðu fyrir sjálf og framkvæmdu og breyttu viðhorfum. Nauðsynlegt að setja börnin í fókus og huga sérstaklega að þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Nefnd voru börn sem búa hjá foreldrum sem eru með geðraskanir eða alkóhólisma og að þá þurfi að hjálpa börnunum að skilja sjúkdóminn og svara þeim spurningum sem á þeim  brenna. Hjá Reykjavíkurborg er í gangi tilraun með sérhæfða geðheilbrigðisstoð við fjölskyldur og börn.
Umræða var um hlutverk sveitarfélaganna við börn og fjölskyldur þeirra. Í sveitarfélögunum eru mikilvægir þjónustuþættir í þágu barna svo sem leik- og grunnskólar og að félagsþjónustan eigi að vera sterk svo hægt sé að hlúa að öllum börnum.

Nokkrar tillögur komu fram um framhald málsins hjá velferðarvaktinni.

  1. Samþykkt var að velferðarvaktin fái sérstaka kynningu frá innanríkisráðuneytinu um barnalögin sem nýlega voru samþykkt endurskoðuð á Alþingi.
  2. Samþykkt var að beina því í bréfi til sveitarfélaganna að setja sér fjölskyldustefnu og jafnframt áætlun um hvernig eigi að hrinda henni í framkvæmd.
  3. Samþykkt að setja undirbúningshóp um  að halda málþing um málefni fjölskyldunnar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum