Hoppa yfir valmynd
12.03.2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 12. mars 2013

Fundargerð 80. fundar, haldinn í velferðarráðuneytinu þriðjudaginn 12. mars 2013, kl. 14.00 – 16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Ingibjörg Broddadóttir, velferðarráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu ásamt Sædísi Arnardóttur, félagsráðgjafarnema hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, Þórhildur Þorleifsdóttir, skipuð af velferðarráðherra, Hugrún R. Hjaltadóttir, varamaður Þórhildar Þorleifsdóttur, án tiln., Elín Rósa Finnbogadóttir, varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir varamaður Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, Ásta Sigrún Helgadóttir, tiln. af Umboðsmanni skuldara, Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gyða Hjartardóttir, varamaður Gunnars R. Sigurbjörnssonar, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Margrét Steinarsdóttir, tiln. af Mannréttindaskrifstofu Íslands, Garðar Hilmarsson, tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Þorbjörn Guðmundsson, Samiðn og Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, velferðarráðuneyti.

LB setti fund en þennan dag voru liðin fjögur ár frá því að velferðarvaktin tók til starfa.  Lagt var til að fundinum yrði varið í umræður um framhald á starfi Velferðarvaktarinnar þegar umboð hennar rennur út að loknum kosningum. Velferðarvaktin sendi því frá sér leiðbeiningar og lokaskýrslu.

Önnur spurning sem er áleitin hvort stýrihópurinn vill beina einhverju til þeirra sem nú eru í framboði til Alþingis? Hver eru brýnustu málin sem við viljum að verðandi þingmenn haldi á lofti?

Fram kom að Kristján Sturluson er að hætta störfum hjá RKÍ og tekur við starfi Gunnars Rafns hjá Hafnarfjarðarbæ sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar. Var honum óskað velfarnaðar.

Í umræðum um starf velferðarvaktarinnar síðastliðin fjögur ár og framtíð hennar kom meðal annars eftirfarandi fram frá einstaka fulltrúum:

Taka þarf saman lokaskýrslu yfir störf nefndarinnar sl. fjögur ár. Líklegt er að fyrri hluti næsta kjörtímabils verði mjög erfiður.  Það vantar fjármagn til ótal verkefna sem krefst forgangsröðunar í velferðarkerfinu.

Almenn vonbrigði með hvað þjóðin hefur lítið lært af hruninu.  Beina þarf sjónum að eldra fólki og fátækum konum. Konur og staða þeirra er lykillinn að velferð, bæði konur sem starfskraftur og sem umönnunaraðilar.  Bent á kyngreindar upplýsingar ber að veita samkvæmt landslögum.

Fram kom sú skoðun að breyting hefði orðið á hugarfari unga fólksins.

Málefni ungra einstæðra foreldra, geðfatlaðir, búsetuúrræði og lyfjakostnaður eru málefni sem þarf að huga að.  Áhyggjur af eldri fátækum konum. Mismunandi hvað börn fá mikinn stuðning í grunnskólunum.

Félagslegt húsnæði og tillögur ASÍ. Unga fólkið getur hvorki leigt húsnæði né keypt. Þá er staða langtímaatvinnuleitenda mjög slæm. Það á að vera skýrt hvaða þjónustu við getum veitt og ætlum að veita. Öruggt húsnæði er mikilvægast, brýnt að fólk eigi fastan samastað.

Upplýst á fundinum að innanríkisráðuneytið hefur þegar sent bréf til allra stofnana þar sem óskað er eftir kyngreindum upplýsingum.
Setja arf fókusinn á fjölskyldufólkið, mikið misræmi er á milli þjónustu sveitarfélaga sem bitnar oft á börnunum.

Húsnæðismálin er eitt stærsta velferðarmálið. Upplýsingar til fólks verða að vera skýrar og markvissar.

Bent á að það eru líka til fátækir eldri karlar og einmana.  Þörf er á trausti á milli kynslóða, ótti um að gjáin á milli kynslóða sé að breikka.

Velferðarvaktin á að halda áfram, hefur skilað áþreifanlegum árangri.

Mikilvægt að horfa ekki bara á einstaklingsmál heldur hafa heildarsýnina að leiðarljósi. Aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavandans hafa ekki verið að skila þeim árangri sem stefnt var að. Það þarf að fara ofan í saumana á því sem búið er að gera og læra af því. Eftir hrun er fólk meðvitaðra um réttindi sín og það er jákvætt.

Nauðsynlegt að efla tengslanet almennt og innan fjölskyldunnar. Nýta betur almannafé, bent á nýútkomna skýrslu UNICEF. Tekið undir það sem að framan hefur verið sagt um húsnæðiskerfið og mikilvægi þess að allir eigi sér fastan samastað. Meiri framþróun þarf að verða í úrræðum m.a. fyrir fíkla, öflugri forvarnir.

Húsnæðismálin eru brýn, leggja þarf áherslu á einstaklingsmiðaðar lausnir og gera aðgerðaáætlun um hvernig unnið skuli til framtíðar. Útlendingar eru síðastir inn á vinnumarkaðinn aftur. Einnig er ákveðinn hópur fólks sem mun ekki fara út á atvinnumarkaðinn aftur.

Það þarf fjármagn til að standa undir útgjöldum, það þarf að örva fjárfestingu. Það þarf að forgangsraða og stundum er eins það vanti kjark til þess.  Húsnæðismál og fleiri möguleikar í því sambandi eru brýn verkefni. Það er áhyggjuefni hversu mikil eignaupptaka hefur átt sér stað hjá fólki. Málin eru flóknari og þyngri en áður og ákveðið úrræðaleysi er til staðar. Ný ríkisstjórn þarf líka vöktun.

Fram kom að það er skylda ríkisins að standa vörð um þá sem standa höllum fæti í kreppu, sbr. samning um efnahagsleg, menningarleg og félagsleg réttindi.  Lýst áhyggjum og ótta yfir því að verið sé að brjóta á innflytjendum. Ómögulegt sé fyrir marga örorku- og ellilífeyrisþega að lifa af tekjum sínum.

BSRB hefur komið með hugmynd að nýju húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd. Bent á mikilvægi þess að líta til breyttrar framtíðar á sviði heilbrigðisþjónustu og í menntakerfinu. Vill stytta vinnutímann m.t.t. samspils atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs. Velferðarvaktin eigi að hlusta á og fylgjast með.

Velferðarvaktin er í einhverri mynd ákveðið eftirlitskerfi með stöðu minnihlutahópa. Með því að gera ekkert erum við að skapa fleiri vandamál. Það vantar að bæta velferðarkerfið. Margt fólk stendur virkilega illa. Áhersla verði lögð á eldri fátækar konur og fatlaðar konur. Mikilvægt að stjórnmálamenn svari því hvaða leið eigi að fara.

Spurningin er hvernig samfélag viljum við hafa og á hverju rúmlega 300 þúsund manna samfélag hefur efni á? Ríkti hér eðlilegt ástand í góðærinu (2005)? Ekki má gleyma að okkur tókst að verja kerfið eftir hrunið. Nauðsynlegt að velferðarvaktin skrifi skýrslu og “dokumenteri” íslensku leiðina.  Fram kom efasemdir að orðsendingar til framboðanna skili einhverju. Yrði talað við þá ætti að leggja áherslu á börnin og fjölskylduna. Skýrsla velferðarvaktarinnar á að færa rök fyrir störfum nefndarinnar.

Fram kom efi um að skilaboð til stjórnmálamanna muni skila sér. Haldi velferðarvaktin áfram störfum sínum þá væri spurning um að senda skilaboð heim í hérað. Vakin athygli á því að staða þeirra sem eru að þjónusta þá sem eru í vanda getur líka verið bágborin. Það eru nægar reglur og reglugerðir en hvernig gengur okkur að finna lausnir?  Kerfin þurfa að tala saman og fara jafnvel nýjar leiðir. Ástæða til að hafa áhyggjur af þeim grunnskólanemum af erlendum uppruna sem skila sér ekki í framhaldsskólana.

Mikilvægt er þegar horft er til framtíðar að gera langtímaáætlun, s.s. í húsnæðiskerfinu, heilbrigðiskerfinu, það þarf að hugsa í samhengi.

Við eigum að geta unnið saman á milli kerfa og með notendum þeirra.

Þetta er tækifæri til siðbótar og ætti ekki að vera orðið of seint. Það er skylda velferðarvaktarinnar að senda stjórnmálamönnum skilaboð.

Fram kom hjá Láru að nú er búið að vista Félagsvísana hjá Hagstofunni. Einnig upplýsti hún að óskað hefði verið eftir fyrirlestri og umræðu með Páli Skúlasyni prófessor m.a. um siðbót í íslensku samfélagi.

Ákveðið að á næsta fundi verði farið yfir efni þessa fundar, það dregið saman og forgangsraðað.

Næsti fundur verður haldinn þann 19. mars kl. 14:00 hjá Samiðn, Borgartúni 30 (Þorbjörn Guðmundsson).



Fylgiskjal
Minnisblað Ingibjargar Broddadóttur:
Staða velferðarvaktarinnar, verkefni og áherslur næstu misseri.

Velferðarvaktin
Minnisblað frá 80. fundi, 12. mars 2013
Staða velferðarvaktarinnar, verkefni og áherslur næstu misseri
Vaktin þarf að horfa til baka og fram á við: Greina á hvað á að leggja áherslu í velferðarmálum og forgangsraða þeim verkefnum svo takmarkað fjármagn nýtist sem best. Forsenda velferðar er að fjárhagur þjóðarinnar batni, atvinnuleysi minnki og farsæl forgangsröðun í velferðarmálum. Ásamt jöfnum tækifærum barna og ungmenna til gæða-náms á öllum skólastigum. Siðbót og heilbrigðara samfélag.
Einhverskonar vakt á velferðarmálefnum er nauðsynleg í framtíðinni. Félagsvísarnir verða gott leiðarljós.  Kyngreina þarf allar upplýsingar. Fulltrúar í velferðarvakt gætu flutt meira af skilaboðum heim til síns baklands og haft þar áhrif.
Einstök atriði
1.     Heildarskýrsla yfir störf vaktarinnar frá fyrsta fundi í mars 2009
a.    Samantekt á áherslum, tillögum og greiningu vaktarinnar.
b.    Verði rökstuðningur fyrir því að einhvers konar vakt haldi áfram – ekki byrja upp á nýtt.

2.    Hvar stendur þjóðin að fjórum árum liðnum frá efnahagshruninu. Hefur hún þroskast frá hruni pólitískt og samfélagslega ?
a.    Langtíma afleiðingar kreppunnar
b.    Hvaða aðgerðir hafa borið árangur
c.    Stöðumat Seðlabankans
d.    Hvers er að vænta frá frambjóðendum
e.    Umboðsmaður skuldara verði samfélagslegt verkefni – ráðgjöf og miðlun upplýsinga á máli sem fólk skilur
f.    Varast að draga fleiri niður í vandann- að fleiri missi eignir
g.    Hefur staða fólks batnað?....ekki þeirra sem stóðu höllum fæti fyrir hrun.

3.    Velferð barna
a.    Ungir einstæðir foreldrar
b.    Börn af erlendum uppruna
c.    Sveigjanlegt skólakerfi

4.    Vernda grunnþjónustuna og varast að hagræðing á sinum stað bitni á öðrum kerfum
a.    Álag á starfsfólk í barnavernd er m.a. vegna úrræðaleysis í kerfinu
b.   

5.    Húsnæðismál – húsnæðiskerfi sem virkar
a.    Þeir sem get hvorki greitt af húsnæði né leigt á ala. markaði.
b.    Hvað tekur við þegar greiðsluaðlögun lýkur ?
c.    ASI hefur lagt fram tillögu um nýtt húsnæðiskerfi. U.þ.b.  helmingur félagsmanna í ASÍ hefur aldrei átt fasteign.

6.    Aukið og eflt samstarf og samhæfing þjónustukerfanna með þátttöku notenda

7.    Fátækt
a.    Rétturinn til mannsæmandi lífs, sem Samningur SÞ um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi kveður á um. Ath.einkum gagnvart viðkvæmum hópum
b.    Aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn fátækt – hópar sem standa höllum fæti
c.    Innflytjendur (2. og 3. kynslóð að vaxa upp)
d.    Bætur almannatrygginga og félagsþjónustu sveitarfélaga eru lágar

8.    Staða kvenna:
a.    Hefur staða þeirra batnað ?
b.    Bætt staða kvenna er vísbending um bættara samfélag.
c.    Gamlar fátækar konur standa höllum fæti
d.    Fatlaðar konur eru eru berskjaldaður hópur

9.    Atvinnumál og heilbrigðara samfélag
a.    Ungt atvinnulaust fólk
b.    Stytta vinnudaginn án þess að lækka launin

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum