Hoppa yfir valmynd
25.06.2014

Fundur Velferðarvaktarinnar 25. júní 2014

94. fundur.

Velferðarráðuneytið, Stefnið, mánudagurinn 25. júní 2014, kl. 14:00–16:00.

Viðstödd: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Ásta Sigrún Helgadóttir, tiln. af umboðsmanni skuldara, Claudia Ashonie Wilson, tiln. af Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Eðvald Einar Stefánsson, tiln. af umboðsmanni barna, Elín Rósa Finnbogadóttir, tiln. af innanríkisráðuneytinu, Ellý A. Þorsteinsdóttir tiln. af Reykjavíkurborg, Erna Reynisdóttir, tiln. af Barnaheill, Freydís Jóna Freysteinsdóttir, tiln. af Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Grétar Pétur Geirsson, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands, Guðni Olgeirsson, tiln. af mennta- og menningamálaráðuneytinu, Hrannar Jónsson, tiln. af Geðhjálp, Ingigerður Jenný Ingudóttir, tiln. af Heimili og skóla, landsamtökum foreldra, Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins, María Þ. Hreiðarsdóttir, tiln. af Þroskahjálp, landsamtökum, Margrét Steinarsdóttir, tiln. af Mannréttindaskrifstofu Íslands, Salbjörg Bjarnadóttir, tiln. af Embætti landlæknis, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf, Sólveig Hjaltadóttir, tiln. af Tryggingastofnun ríkisins, Tryggvi Hallgrímsson, tiln. af Jafnréttisstofu, Viðar Helgason, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Hjálparstarfi kirkjunnar, Vildís Bergþórsdóttir, tiln. af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Þórður Árni Hjaltested, tiln. af Kennarasambandi Íslands, Þórir Guðmundsson, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi, Steinunn Bergmann, varamaður Braga Skúlasonar, tiln. af Bandalagi háskólamanna, Sigrún E. Egilsdóttir, starfsmaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna kom fyrir Vilhjálm Bjarnason, tiln. af  Hagsmunasamtökum heimilanna og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, starfsmaður Velferðarvaktarinnar.

Forföll: Gyða Hjartardóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Andrés Ragnarsson, tiln. af Sjónarhóli, ráðgjafamiðstöð ses, Lovísa Arnardóttir, tiln. af UniCef Ísland, Hrafnhildur Tómasdóttir, tiln. af Vinnumálastofnun og Héðinn Jónasson, tiln. af VIRK starfsendurhæfingarsjóði.

Fundarritari: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, starfsmaður Velferðarvaktarinnar.

 

Aðstoðarmaður Maríu Þ. Hreiðarsdóttur var viðstödd fundinn.

 

Dagskrá:

  1. Ávarp formanns.
  2. Kynning fulltrúa.
  3. Kynning á skýrslu um þróun og störf velferðarvaktar 2009–2014.
  4. Erindisbréf til nýrrar velferðarvaktar.
  5. Skipulag vetrar.
  6. Önnur mál

 

  1. SF bauð fulltrúa velkomna á fyrsta fund nýrrar velferðarvaktar og óskaði vaktinni velfarnaðar í starfi.
  2. Fulltrúar kynna sig. Margir sögðust jákvæðir gagnvart starfinu sem framundan væri en nokkrir nefndu  mikilvægi þess að hópurinn yrði sérlega skilvirkur sökum stærðar hans.
  3. HHS greindi frá störfum velferðarvaktarinnar sem starfaði frá 2009–-2014. Farið var yfir helstu verkefnin sem vaktin vann og þróun hennar. Innan velferðarráðuneytisins er búið að vinna drög að skýrslu um störf vaktarinnar sem vonast er til að  verði tilbúin í sumar. Sjá meðfylgjandi skjal.

Fylgiskjöl: Glærukynning.

  1. SF fór yfir erindisbréf til fulltrúa velferðarvaktar. Þar er sérstök áhersla lögð á tvo hópa: Barnafjölskyldur og fólk sem býr við sára fátækt. Áætlað er að velferðarvaktin verði áfram samráðsvettvangur fyrir þá sem starfa á vettvangi; fulltrúar veiti upplýsingar um staðreyndir og sannleika og leggi fram tillögur til úrbóta í þeim verkefnum sem að henni snúa. Ný velferðarvakt þurfi að byggja á því góða sem gamla vaktin lagði grunn að en einnig koma með nýja og ferska vinda.

SF lýsti því yfir að hún væri sammála þeim fulltrúum sem hefðu bent á  mikilvægi þess að hópurinn yrði sérlega skilvirkur sökum stærðar hans og lagði til að hópnum yrði skipt í tvennt út frá þeim tveimur áhersluatriðum sem ráðherra hefði lagt til, þ.e. einn hópur um barnafjölskyldur og annar um sárafátækt. Aðrar hugmyndir að hópaskiptingu voru ræddar en ákveðið að gera tilraun með vinnufyrirkomulagið fram að áramótum. Fundargestir skiptu sér í hópana og mun Vilborg Oddsdóttir leiða hópinn um sárafátækt og Salbjörg Bjarnadóttir hópinn um barnafjölskyldur.

  1. Áætlað er að stýrihópurinn hittist þrisvar sinnum á haustönn; í ágúst, nóvember og desember. Í september og október muni vinnuhóparnir hittast og vinna drög að tillögum sem ræddar verða á fundinum í nóvember og vonandi verður komist að samkomulagi um tillögur á desemberfundi hópsins. HHS mun bæði starfa með stýrihópnum og vinnuhópunum.

Í ágúst er gert ráð fyrir að fá kynningu á fjölskyldustefnunni sem verið er að vinna í velferðarráðuneytinu og gert er ráð fyrir að verði tilbúin í haust. Þá er áætlað að formenn greini frá hugmyndum um hópastarfið og e.t.v. hafa hóparnir þá hist einu sinni. Fulltrúar munu auk þess greina frá helstu fréttum úr baklandi sínu, telji þeir fréttirnar gagnast stýrihópnum.

  1. Önnur mál
    1. Skýrslur lagðar fram.

ÞG leggur fram skýrslu sem nýverið var gefin út af Rauða krossinum: Hvar þrengir að? Könnun á hvaða hópar í samfélaginu eigi helst undir högg að sækja. Ákveðið er að HHS muni senda fyrirspurn á alla fulltrúa og óska eftir skýrslum sem þeir telja að eigi erindi við hópinn og í framhaldinu verði sent eitt skjal með krækjum í vefútgáfur af skýrslunum. 

    1. Ábending varðandi þátt landsbyggðarinnar í velferðarvaktinni.

TH benti á að, samkvæmt lauslegri skoðun, væri hann eini fulltrúi stýrihóps velferðarvaktarinnar sem hefði lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Hann benti á mikilvægi þess að nefndarfólk tæki tillit til þess.  Margir fulltrúar á fundinum lýstu því yfir að þeir væru fulltrúar alls landsins og hefðu fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sínu baklandi. Auk þess kom fram ábending um að Reykjavíkurborg væri eina sveitarfélagið sem hefði aðild að vaktinni en því var svarað með sérstöðu höfuðborgarinnar og að Samband íslenskra sveitarfélaga virkaði sem fulltrúi sveitarfélaga.

 

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 28. ágúst kl. 9–12 í velferðarráðuneytinu.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum