Hoppa yfir valmynd
10.11.2014

Fundur Velferðarvaktarinnar 10. nóvember 2014

96. fundur.

Velferðarráðuneytið, Stefnið, mánudagurinn 10. nóvember 2014, kl. 13–16. 

Viðstödd: Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Salbjörg Bjarnadóttir, tiln. af Embætti landlæknis, Hrefna Haraldsdóttir varamaður Andrésar Ragnarssonar, tiln. af Sjónarhóli, Guðný Einarsdóttir, varamaður Viðars Helgasonar, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Hjálparstarfi kirkjunnar, Sólveig Hjaltadóttir, tiln. af Tryggingastofnun ríkisins, María Þ. Hreiðarsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp,  Vildís Bergþórsdóttir, tiln. af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lovísa Arnardóttir, tiln. af UNICEF, Guðni Olgeirsson, tiln. af mennta- og menningarmálaráðneytinu, Steinunn Bergmann, varamaður Braga Skúlasonar, tiln. af Bandalagi háskólamanna, Eðvald Einar Stefánsson, tiln. af umboðsmanni barna, Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, varamaður Ásgerðar Jónu Flosadóttur, tiln. af Fjölskylduhjálp Íslands, Héðinn Jónsson, tiln. af VIRK starfsendurhæfingarsjóði, Ingigerður Jenný Ingudóttir, tiln. af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra, Nína Helgadóttir, varamaður Þóris Guðmundssonar, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Hrafnhildur Tómasdóttir, tiln. af Vinnumálastofnun, Haukur Ingibergsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Margrét Steinarsdóttir, tiln. af Mannréttindaskrifstofu Íslands, Vilhjálmur Bjarnason, tiln. af Hagsmunasamtökum heimilanna, Þórarinn Einarsson, varamaður Vilhjálms Bjarnasonar, Elín Rósa Finnbogadóttir, tiln. af innanríkisráðuneytinu, Hrannar Jónsson, tiln. af Geðhjálp, Gyða Hjartardóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Freydís Jóna Freysteinsdóttir, tiln. af Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, starfsmaður velferðarvaktarinnar.

Forföll: Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Erna Reynisdóttir, tiln. af Barnaheill, Tryggvi Hallgrímsson, tiln. af Jafnréttisstofu, Þórður Árni Hjaltested, tiln. af Kennarasambandi Íslands, Þórir Guðmundsson, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, tiln. af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins, Claudia Ashonie Wilson, tiln. af Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf, Ásta Sigrún Helgadóttir, tiln. af umboðsmanni skuldara og Grétar Pétur Geirsson, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands.

Fundarritari: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, starfsmaður velferðarvaktarinnar.

Dagskrá:

  1. Setning fundar.
  2. Umsagnir til Alþingis.
  3. Baklandsfréttir.
  4. Forgangur tillagna.
  5. Önnur mál.
  1. SF bauð fulltrúa velkomna til fundar.
  2. SF lét vita af því að velferðarvaktinni hafi borist fjórar beiðnir frá Alþingi um umsagnir vegna lagafrumvarpa. SF lagði til að velferðarvaktin tæki ekki að sér að vera umsagnaraðili frumvarpa en hvatti jafnframt fulltrúa hennar til að sinna því hlutverki með baklandi sínu. Fulltrúar velferðarvaktarinnar samþykktu því að SF óski eftir því að vaktin verði tekin af umsagnarlista Alþingis.
  3. Fulltrúar greindu frá helstu fréttum úr baklandi sínu og miðla þannig upplýsingum til stýrihópsins.
  4. Unnin var forvinna varðandi forgangsröðun tillagna stýrihópsins. Ákveðið að velja fá atriði til að setja fram sem tillögur en láta vita af annarri vinnu vaktarinnar.
  5. A) SF greindi frá því að fulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefði óskað eftir því að koma á fund velferðarvaktarinnar, þar sem verið er skoða viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagskreppunni. Honum verður boðið á næsta fund velferðarvaktarinnar,8. desember 2014. Fleiri fulltrúar velferðarvaktarinnar hafa fengið erindi frá fulltrúanum og nefndinni sem undirbýr heimsókn hans til Íslands. HHS mun senda fulltrúum velferðarvaktarinnar upplýsingar um sendinefndina.

B) Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sendi velferðarvaktinni erindi 14. september 2014 og fór þess á leit við vaktina að hún léti fara fram sérstaka úttekt á áhrifum áforma ríkisstjórnar um að hækka virðisaukaskatt á matvælum, á lágtekjufólk í landinu. Erindið var tekið fyrir á fundum vinnuhópanna þar sem langt var í næsta fund stýrihópsins. Ákveðið var að senda erindið til ráðherra og hvatt til þess að gerð yrðu úttekt á tilteknum atriðum fjárlagafrumvarpsins og boðuðum mótvægisaðgerðum svo unnt væri að varpa skýrara ljósi á áhrif þess á afkomu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt.

Næsti fundur velferðarvaktarinnar áætlaður 8. desember kl. 13–16.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum