Hoppa yfir valmynd
15.08.2017

Fundur Velferðarvaktarinnar 15. ágúst 2017

20. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í mennta- og menningamálaráðuneytinu
15. ágúst 2017 kl. 9.00-11.45.

1. Brotthvarfsþema: Úttekt á menntun án aðgreiningar á Íslandi - helstu niðurstöður og eftirfylgni. Guðni Olgeirsson, sérfræðingur á skrifstofu mennta- og vísindamála í menntamálaráðuneytinu og fulltrúi í Velferðarvaktinni kynnti úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. 
https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/frettatengt2016/final-report_external-audit-of-the-icelandic-system-for-inclusive-education.pdf

Nú liggur úttektin fyrir ásamt skuldbindingu ráðherra og fleiri til að vinna saman að eftirfylgni. Á málþingi þann 24. ágúst nk. verða niðurstöður úttektarinnar teknar til umfjöllunar og umræðu, ásamt hugmyndum um aðgerðir. Mikilvægt er að ná sameiginlegum skilningi á stefnunni og að það verði talað fyrir henni um allt land. Velferðarvaktin gæti mögulega „vaktað“ framkvæmdina og haldið aðilum við efnið.

2. Brotthvarfsþema: GOAL, verkefni um náms- og starfsráðgjöf

Fjóla María Lárusdóttir, verkefnastjóri, og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynntu Evrópuverkefni GOAL. Verkefnið snýst um ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna námsmenn (Guidance and Orientation for Adult Learners - GOAL). Markmiðið með verkefninu er að ná til hópsins sem kemur ekki og veit ekki af símenntunarmiðstöðvum. Samstarfsaðilar hjálpa til við að ná í markhóp.  Lokaráðstefna verður 14. desember. Heildarskýrsla vegna verkefnisins kemur út í lok árs.

3. Brotthvarfsþema: Umræður fulltrúa Velferðarvaktarinnar um ráðstafanir gegn brotthvarfi úr skólum. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, tók þátt í umræðum ásamt Kristrúnu Birgisdóttir og Kolfinnu Jóhannesdóttur, starfsmönnum stofnunarinnar.

Rætt var um að brotthvarf nemenda væri mikið áhyggjuefni og síðustu ár hefði sú breyting orðið á að andleg líðan nemenda (kvíði og þunglyndi) væri orðin helsta ástæða brotthvarfs í dag. Því sé brýnt að auka aðgengi að hjúkrunar- og sálfræðiþjónustu innan skólanna sem og náms- og starfsráðgjöf. Rætt var um styrki sem framhaldsskólar fá til þess að taka á brotthvarfi. Nú er að fara í gang 3 ára verkefni sem miðar að því að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanema.

Mikilvægt sé að efla forvarnir á þessu sviði og grípa snemma þá nemendur sem byrja að dragast aftur úr og styrkja stuðningsþjónustu á öllum skólastigum. Þá þarf að leggja áherslu á sjálfsstyrkingu nemenda og styðja við bakland nemenda þar sem á þarf að halda en mörg ungmenni eru ekki hvött til náms. Einnig komu fram áhyggjur af grunnskólabörnum sem eru hætt að mæta í skólann sökum kvíða. Ákveðið var að barnahópurinn tæki niðurstöður fundarins til umfjöllunar.

4.  UNICEF skýrsla  um stöðu barna í efnameiri ríkjum með hliðsjón af þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem talin eru mikilvægust fyrir velferð þeirra.
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóra UNICEF, kynnti niðurstöður skýrslunnar sem leiddu í ljós að Ísland stendur almennt vel að innleiðingu heimsmarkmiðanna og er í 6. sæti. Velferðarvaktin gæti með einhverjum hætti ýtt á eftir innleiðingu markmiðanna.

https://www.unicef-irc.org/publications/pdf/RC14_eng.pdf

5.  Könnun Velferðarvaktinnar um kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna o.fl.
Formaður vaktarinnar kynnti niðurstöður úr Maskínukönnun sem leiddi í ljós að ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra. Ákveðið var að senda út fréttatilkynningu til fjölmiðla þar sem niðurstöður könnunarinnar yrðu kynntar.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/velferdarvaktin/frettir/stok-frett-velferdarvaktar/2017/08/21/Nidurstodur-konnunar-a-kostnadarthatttoku-vegna-skolagagna/

Í þessu sambandi tók fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í vaktinni til máls og kom því á framfæri fyrir hönd skólanefndar sambandsins að verklag varðandi könnunina hefði mátt vera með formlegri hætti.

6.  Önnur mál

  • Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins í vaktinni sagði frá því að bréf vaktarinnar til dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir þýðingu á athugasemdum og svörum vegnaUPR mannréttindaskýrslunnar væri í farvegi. Búið að láta þýða efnið og verður það birt á næstu dögum.

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 4. október.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL. 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum