Hoppa yfir valmynd
18.10.2017

Fundur Velferðarvaktarinnar 18. október 2017

21. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í velferðarráðuneytinu 18. október 2017 kl. 9.00-12.00.

 

1. Kynning á störfum nefndar um endurskoðun bótakerfisins

Ágúst Þór Sigurðsson, formaður nefndar um endurskoðun bótakerfa og  Rósa Guðrún Bergþórsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytis í nefndinni, kynntu störf nefndarinnar. Verið er að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðibóta og á að horfa til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/07/04/Nefnd-um-endurskodun-botakerfa/

2. Morgunverðarfundur um málefni skuldara

Sædís Arnardóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, sagði frá morgunverðarfundinum um málefni skuldara sem haldinn var á Grand hótelinu 15. september sl. í samstarfi við Velferðarvaktina. Góð mæting var á fundinn en rætt var m.a. um fjármál/velferðarmál, Umboðsmaður skuldara kynnti ferlið í kringum greiðsluaðlögun og einstaklingar úr PEPP samtökunum deildu reynslunni sinni af því að lifa í fátækt.

3. Skýrsla Maskínu um kostnaðarþátttöku nemenda vegna ritfanga og pappírs

Siv Friðleifsdóttir kynnti viðbrögð við útsendingu Maskínuskýrslu um kostnaðarþátttöku nemenda vegna ritfanga og pappírs, sem send var til sveitarfélaga og skólasamfélagsins 19. september sl. Könnunin sl. sumar fékk góða umfjöllun og hreyfði við sveitarfélögum en mörg þeirra eru að taka afstöðu til málsins. 

4. Brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum

Salbjörg Bjarnadóttir, formaður barnahóps velferðarvaktarinnar, kynnti drög að tillögum sem hópurinn er að vinna. Skrifstofa menntamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vill taka tillögurnar til nánari skoðunar og í því samhengi var minnt á að vaktin væri óháður aðili sem hefði því ákveðið frelsi í þessum efnum.

5. Önnur mál

  • Formaður upplýsti að norskur sérfræðingur sem er á leið hingað til lands í norræn embættismannaskipti hefði áhuga á að kynna sér störf Velferðarvaktinnar.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum