Hoppa yfir valmynd
02.10.2018

Fundur Velferðarvaktarinnar 2. október 2018

 

27. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í velferðarráðuneytinu 2. október 2018 kl. 13.15-15.30.

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, Margrét J. Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Ólafur Magnússon frá ASÍ, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Ásta Helgadóttir frá Umboðsmanni skuldara, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ásta Dís Guðjónsdóttir frá PEPP-samtökum, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Sigurrós Gunnarsdóttir frá Sjónarhóli, Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Ingvi Skjaldarson frá Hjálpræðishernum, Eva Bjarnadóttir frá Unicef, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Sólveig Hjaltadóttir frá Tryggingastofnun, Halldór Gunnarsson fulltrúi réttindagæslumanna og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti.

___


1.  Fréttir frá síðasta fundi. Velferðarvakt kynnt í Færeyjum o.fl.
https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/velferdarvaktin/frettir/stok-frett-velferdarvaktar/2018/09/27/Velferdarvaktin-vekur-athygli-i-Faereyjum/

2. Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi
Kolbeinn Stefánsson, kynnti fyrstu drög að niðurstöðu rannsóknar sem hann er að vinna fyrir Velferðarvaktina um lífskjör og fátækt barna á Íslandi (https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/velferdarvaktin/frettir/stok-frett-velferdarvaktar/2017/11/06/-Rannsokn-a-lifskjorum-og-fataekt-barna-/)

Skýrslan í heild seinni verður tilbúin í árslok en helstu niðurstöður skýrslunnar leiða í ljós að börn sem búa hjá einstæðu foreldri eru í mestri hættu á að lifa í fátækt. Það myndi þar af leiðandi skila mestum árangri að leggja áherslu á þennan hóp þegar kemur að aðgerðum stjórnvalda gegn fátækt. Kolbeinn mun kynna skýrsluna nánar eftir að hún kemur út.  

3. Fyrstu 1000 dagar barnsins
Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis, kynnti þriggja ára formennskuverkefni Ísland í norrænu samstarfi 2019-2021.

Markmið verkefnisins er að finna bestu leiðir til að efla geðheilsu og vellíðan á fyrstu árum lífsins þannig að öll börn á Norðurlöndunum hljóti besta mögulega upphaf í lífinu. Gerð verður greining á núverandi stöðu og söfnun góðra aðferða hvað varðar geðheilsu mæðra á meðgöngu, eflingu tilfinningatengsla milli barna og foreldra, snemmtæka íhlutun við áhættuþáttum í lífi ung- og smábarna, og vellíðan yngstu barnanna í leikskólum.

Formaður sagði einnig frá formennskuverkefninu og því hvernig verkefni séu valin.

4. Skýrsla Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna
Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, kynnti undirbúning skýrslugjafar Íslands.

Vinnuhópur með samvinnu nokkurra ráðuneyta vinnur nú að skýrslunni sem verður tilbúin innan skamms. Mikið eftirlit felst í að skrifa skýrslurnar en þeim er almennt skilað á 5 ára fresti en Ísland skilar hinsvegar á 10 ára fresti og skilar 2 skýrslum saman. Elísabet mun senda Velferðarvaktinni drög að skýrslunni til umfjöllunar.

Fram kom að samhliða séu unnar skuggaskýrslur í samstarfi ýmissa hagsmunaaðila barna.

5. Skólaforðun
Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, kynntu skýrslu teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla.

Stefnt er að því að Velferðarvaktin skoði betur skólaforðun á næstunni en óformlega hefur verið rætt um þetta viðfangsefni sem farið er að valda áhyggjum víða. Skólaforðun getur haft mikil áhrif á námsárangur og leitt til brotthvarfs og telur Velferðarvaktin því mikilvægt að taka þessi mál til nánari skoðunar.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum