Hoppa yfir valmynd
24.01.2019

Fundur Velferðarvaktarinnar 24. janúar 2019

29. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í félagsmálaráðuneytinu 24. janúar 2019 kl. 9.00-12.00.

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Rósa Hjörvar frá ÖBÍ, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Eva Bjarnadóttir frá Unicef, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf, Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N., Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifsstofu Íslands, Sara Jasonardóttir frá Umboðsmanni skuldara, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Björg Kjartansdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir frá Heimili og skóla, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Ásta Dís Skjaldardóttir frá PEPP/EAPN, Gústaf Gústafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneytinu. 

---

1. Nýtt félagsmálaráðuneyti
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, kynnti nýtt félagsmálaráðuneyti. Um síðustu áramót var velferðarráðuneytinu skipt upp í félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Nýr ráðuneytisstjóri, Gissur Pétursson, kynnti sig og nýtt starf fyrir fulltrúum vaktarinnar.

2. Rannsókn á lífskjörum og fátækt barna
Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, kynnti drög að niðurstöðum rannsóknar á lífskjörum og fátækt barna, sem hann hefur unnið fyrir Velferðarvaktina. Vinnsla skýrslunnar er á lokastigi. Rætt var um ýmis atriði skýrslunnar, hvað mætti skoða nánar með tilliti til næstu skýrslu o.s.frv.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/velferdarvaktin/frettir/stok-frett-velferdarvaktar/2017/11/06/-Rannsokn-a-lifskjorum-og-fataekt-barna-/

3. Fréttir úr baklandinu
Fulltrúar í vaktinni sögðu frá því helsta sem um er að vera í þeirra baklandi.

Önnur mál

  • Farið var yfir nýútkomna stöðuskýrslu Velferðarvaktarinnar.
  • Rætt var um að vaktin þyrfti að fylgjast með þróun mála er varðar ritföng og pappír, skyldu einhver sveitarfélög draga til baka ákvörðun um að bjóða nemendum ókeypis ritföng og pappír.

Næsti fundur verður haldinn 5. eða 12. mars nk.
Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum