Hoppa yfir valmynd
07.05.2019

Fundur Velferðarvaktarinnar 7. maí 2019

31. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi 7. maí 2019 kl. 9.00-11.30.

 

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Ásta B. Helgadóttir frá Umboðsmanni skuldara, Björg Kjartansdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Eðvald Einar Stefánsson frá umboðsmanni barna, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Gústaf Aron Gústafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Ingvi Skjaldarson frá Hjálpræðishernum, Laufey Ólafsdóttir frá EAPN/Pepp-samtökunum, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifsstofu Íslands, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sara Jasonardóttir frá Umboðsmanni skuldara, Sigríður Jakobínudóttir frá heilbrigðisráðuneytinu, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir frá Heimili og skóla, Sigurrós Gunnarsdóttir frá Sjónarhóli, Sigurveig Sigurðardóttir frá Félagsráðgjafadeild HÍ, Steinunn Bergmann frá BHM, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneytinu. 

---

1. Kynning á úttekt á tilraunaverkefninu TINNA
Erla Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, kynnti úttekt á tilraunaverkefninu TINNU sem hefur verið í gangi undanfarin 4 ár innan þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti. Verkefnið hefur gengið mjög vel og mikill vilji er til þess að halda því áfram, fáist til þess fjármagn. Tillaga hefur verið lögð fram hjá velferðarráði um að útvíkka verkefnið þannig að það nái til fleiri þjónustumiðstöðva.

2. Kynning á Berginu Headspace
Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins Headspace, sagði frá starfseminni sem mun opna í maí en samtök um stuðningssetur (styrktarsjóður) fyrir ungt fólk voru stofnuð sl. haust. Bergið mun bjóða upp á þjónustu og ráðgjöf fyrir ungt fólk, á þeirra forsendum. Þar verða ráðgjafar í starfi, auk sjálfboðaliða í samstarfi við Rauða krossinn. Einnig verður hægt að fá þjónustu í gegnum netspjall og síma.

3. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022.
Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, kynnti nýja tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022.  Erna sagði frá undirbúningsvinnunni við gerð þingsályktunarinnar, hvaða hópar komu að starfinu o.s.frv. Þingsályktunin tekur á ýmsum málefnum er varða börn s.s. breytingar á barnaverndarlöggjöf, fósturmálum, snemmtækri íhlutun, börnum í fíknivanda o.s.frv. Mælt var fyrir málinu á Alþingi sl. mánudag og er málið komið til vinnslu í velferðarnefnd Alþingis.

Erna sagði frá fyrirhuguðum fundi 12. júní nk. með ráðherra og þingmannanefnd, sem unnið hefur að þingsályktuninni, þar sem málefni barna verða rædd og voru þeir sem hafa áhuga hvattir til þess að koma. 

4. Staða ýmissa verkefna

  • Skýrsla Kolbeins um lífskjör og fátækt. Vilborg Oddsdóttir og Salbjörg Bjarnadóttir, formenn undirhópa Velferðarvaktarinnar, lögðu til að undirhóparnir kæmu saman til þess að ræða skýrsluna og settu fram tillögur um aðgerðir.
  • Skólasókn/skólaforðun. Formaður sagði frá stöðu skólasóknar/skólaforðunarmála og málþingi sem Samband íslenskra sveitarfélaga mun halda um þau mál þann 20. maí nk. á Grand hóteli í samstarfi við umboðsmann barna og Velferðarvaktina.

Næsti fundur verður haldinn 25. júní.
Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum