Hoppa yfir valmynd
25.06.2019

Fundur Velferðarvaktarinnar 25. júní 2019

32. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í félagsmálaráðuneytinu 25. júní 2019 kl. 9.00-12.00.

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N., Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Ásta Dís Guðjónsdóttir frá PEPP á Íslandi, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Eðvald Einar Stefánsson frá umboðsmanni barna, Helen Símonardóttir frá Rauða krossinum á Íslandi, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifsstofu Íslands, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sesselja Guðmundsdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneytinu. 

---

1. Kynning á skýrslu starfshóp um kjör aldraðra
Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður félags- og barnamálaráðherra, kynnti skýrslu starfshóps um kjör aldraðra. Starfshópnum var falið að fjalla um kjör eldri borgara í því skyni að fá betri yfirsýn yfir þær ólíku aðstæður sem eldri borgarar búa við og einnig að koma með tillögur um hvernig bæta megi kjör þeirra sem búa við lökustu kjörin. Megin tillaga starfshópsins var að styðja við ellilífeyrisþega sem eiga takmarkaðan rétt í almannatryggingakerfinu á Íslandi vegna fyrri búsetu erlendis.
Skýrsluna má lesa hér: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8784fff0-1fe8-11e9-942f-005056bc4d74

2. Þróun félagsvísa
Gró Einarsdóttir, sérfræðingur Hagstofunnar í félagsvísum, kynnti þróun nýju félagsvísana en þeir hafa verið endurskoðaðir. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað og tekið hefur verið mið af mælingum erlendis við þróun vísanna. Þá er verið að reyna að samræma upplýsingar með tilliti til Heimsmarkmiða.
Sjá nánar: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/lifskjor/felagsvisar/

Einnig kynnti Gró lauslega eftirfarandi sérútgáfu félagsvísa:

https://hagstofa.is/utgafur/utgafa/lifskjor/felagsvisar-serhefti-um-innflytjendu/

3. Kynning á verkefninu „Útmeða“
Hanna Ruth Ólafsdóttir, verkefnastjóri á innanlandssviði hjá Rauða krossinum og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar, kynntu “ Útmeða“, verkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Markmið þessa samstarfsverkefnis er að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda. Um 500-600 manns leita sér aðstoðar á heilsugæslustöðvum og til sjúkrahúsa á ári hverju vegna sjálfsskaða í kjölfar vanlíðan. Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna hér á landi.

4. Fundur á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um aðgerðir gegn sárafátækt barna
Salbjörg sagði frá fundi sem haldinn var 3. júní sl. með stýrihópi á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um aðgerðir gegn sárafátækt barna. Aðrir fulltrúar Velferðarvaktarinnar á fundinum voru Siv Friðleifsdóttir og Vilborg Oddsdóttir. Á fundinum var meðal annars rætt um skólaforðun, tíða flutninga barna/skólaskipti vegna húsnæðisvanda og ókeypis skólamáltíðir fyrir efnalitlar fjölskyldur.

5. Önnur mál

  • Fyrirhugað er að halda málþing í haust um stöðu heimilislausra einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Gert er ráð fyrir að fá erindi frá Juha Kakkinen, sem stýrt hefur verkefni í Finnlandi (Housing first) með góðum árangri sem miðar að því að draga úr fjölda heimilislausra.
  • Rætt var um að málþing um skólaforðun í maí sl. hefði tekist mjög vel. Brýnt er að fylgja eftir þeim tillögum sem Velferðarvaktin hefur lagt fram í þeim efnum.
  • Rætt var um mögulegar áherslur Velferðarvaktarinnar í haust.

Næsti fundur verður haldinn 3. september.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum