Hoppa yfir valmynd
24.09.2021

Fundur Velferðarvaktarinnar 25. maí 2021

49. fundur Velferðarvaktarinnar (fjarfundur)

25. maí 2021 kl. 13.15-15.00.

Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N., Anna Lára Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Ása Sjöfn Lórensdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Ásta Helgadóttir frá umboðsmanni skuldara, Bergþór H. Þórðarson frá Pepp á Íslandi, Eðvald Stefánsson frá umboðsmanni barna, Elfa Dögg S. Leifsdóttir frá Rauða krossinum, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Eva Bjarnadóttir frá Unicef, Eysteinn Eyjólfsdóttir frá VIRK, Gústaf A. Gústafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Helga Ágústsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti, Hjördís Kristinsdóttir frá Hjálpræðishernum, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, María Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sigurveig Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sigurveig Sigurðardóttir frá félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Steinunn Bergmann frá Bandalagi háskólamanna, Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá ÖBÍ og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti.

---

1. Ráðgjafarstofa innflytjenda (New in Iceland)
Joanna Marcinkowska, verkefnastjóri ráðgjafarstofu innflytjenda, kynnti starfsemi ráðgjafastofunnar en hlutverk hennar er að veita ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar fyrir innflytjendur um nauðsynlega þjónustu, réttindi þeirra og skyldur. Ráðgjafarstofunni er einnig ætlað að vera samstarfsvettvangur milli stofnana ríkis, sveitarfélaga og hagsmunaaðila svo sem stéttafélaga og félagasamtaka, og er stofan í nánu samstarfi við Fjölmenningarsetur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Umboðsmann skuldara, Reykjavíkurborg og Vinnumálastofnun. 

Sjá glærur.

2. Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024
Linda Rós Alfreðsdóttir og Hrafnhildur Kvaran, sérfræðingar í málefnum innflytjenda og flóttafólks í félagsmálaráðuneytinu, kynntu drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda sem leggja á fyrir Alþingi. Þingsályktunin er nú inni á samráðsgátt.

Sjá glærur.


3. Staða barna af erlendum uppruna hjá Reykjavíkurborg
Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og teymisstjóri móttökuteymis flóttafólks og Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, ræddu um málefni barna af erlendum uppruna. Einkum var um að ræða stöðu barna sem hafa hlotið stöðu flóttafólks (179 börn árin 2019-2020) og börn af erlendum uppruna sem búa við efnahagsþrengingar.
Rætt var um að staða þessara barna væri oft ekki góð, þau þyrftu mikinn stuðning bæði í félagslega kerfinu og í menntakerfinu en mörg þessara barna eru með rofna eða nánast enga skólagöngu að baki. Fjölskyldur þurfa oft mikinn stuðning og málin oft bæði viðkvæm og flókin. Mikilvægt sé að styrkja foreldrafærni í nýju landi.

Sjá glærur.


4.
Örkynningar úr baklandinu

  • W.O.M.E.N. in Iceland, Samtök kvenna af erlendum uppruna
    Nicole Mosty ræddi um starfsemi samtakanna, einkum á tímum Covid. Vitnað var í könnun um líðan erlendra kvenna í faraldrinum þar sem í ljós kom að þær eru oft félagslega einangraðar, mikið er um atvinnuleysi og margar eru að takast á við kvíða og þunglyndi. Fram kom að þeim fyndist vera mikill skortur á fræðslu s.s. varðandi fjármál, launaseðla og fræðslu um ýmis réttindi t.d. varðandi fæðingarorlof. Einnig vanti fræðslu um hvað sé í boði í hverju sveitarfélagi.

  • Kennarasamband Íslands
    Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, fór yfir starfsemi sambandsins.
    Sjá glærur.

5. Hjálparsamtök á Norðurlöndunum – fyrirkomulag aðstoðar

Ásdís Aðalbjörg Arnalds, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Íslands,kynnti viðaukann Fyrirkomulag aðstoðar hjálparsamtaka á Norðurlöndunum. Um er að ræða viðauka við skýrsluna Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka - Hvaða hópar leita? sem unnin var fyrir Velferðarvaktina og félagsmálaráðuneytið á síðasta ári.

Sjá glærur.

Sjá viðauka.

6. Staðan á Suðurnesjum
Hera Ósk Einarsdóttur, sviðsstjóri velferðarsviðs í Reykjanesbæ, sagði frá stöðu mála á svæðinu en Velferðarvaktin hefur fylgst með stöðunni á svæðinu í kjölfar fundar sem haldinn var með Suðurnesjamönnum á síðasta ári.

Í máli Heru kom fram að um 23% atvinnuleysi væri á svæðinu og að fyrirséð væri að margir væru að missa bótarétt. Áhyggjur eru af þeim hópi sem hefur verið í 30 mánuði utan vinnumarkaðar. Búið er að grípa til ýmissa úrræða og mikil ánægja er t.d. með Hefjum störf átakið. Þá séu bjartari tímar framundan með aukinni flugstarfsemi og margir bíða eftir að komast í sín gömlu störf.
Hera nefndi einnig aukið álag í barnavernd og fjölgun tilkynning um heimilisofbeldi. Tilkynningum hefði fjölgað í samræmi við fólksfjölgun á svæðinu.

7.  Önnur mál

  • Fundir. Næsti fundur verður haldinn 17. ágúst og verða þá málefni eldri borgara tekin sérstaklega fyrir. Þar næsti fundur verður haldinn 28. september. Fundir verða áfram á Teams en gert er ráð fyrir að undirhópar haldi staðfundi á milli stóru fundanna.
  • Rannsókn á brotthvarfi og námstöfum á framhaldsskólastigi. Vonast er til að skýrsla Kolbeins Stefánssonar og Helga Eyjólfssonar verði kynnt fljótlega.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum