Hoppa yfir valmynd
28.09.2021

Fundur Velferðarvaktarinnar 28. september 2021

51. fundur Velferðarvaktarinnar (fjarfundur)

28. september 2021 kl. 13.15-15.00.

Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Bergþór H. Þórðarson frá Pepp á Íslandi, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Dagbjört Höskuldsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Elfa Dögg S. Leifsdóttir frá Rauða krossinum, Elísabet Linda Þórðardóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Eysteinn Eyjólfsson frá VIRK, Gústaf A. Gústafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Helga Ágústsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti, Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun, Jón Ingi Cæsarsson frá BSRB, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Lára G. Magnúsdóttir frá Sjónarhóli, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, María Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ólafur G. Halldórsson frá Samtökum atvinnulífsins, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sigrún Jónsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins, Sigrún Sigurðardóttir frá Geðhjálp, Sigurveig Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sólveig Anna Jónsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Steinunn Bergmann frá Bandalagi háskólamanna, Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Þórdís Viborg frá ÖBÍ og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti.

___

1. Landneminn
Hafliði N. Skúlason og Omran Kassoumeh, sérfræðingar í flóttamannateymi Vinnumálastofnunar, kynntu verkefnið Landneminn sem er kennsluvefur í samfélagsfræðum fyrir fullorðna innflytjendur á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að auðvelda innflytjendum að setjast að hér á landi en verkefnið er að norskri fyrirmynd. Kennsluefnið er í stöðugri þróun en það er nú aðgengilegt á 7 tungumálum.

Sjá glærur.

2. Tengsl dvalarleyfis af mannúðarástæðum og atvinnuleyfis
Jón Þór Þorvaldsson, lögfræðingur á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar í félagsmálaráðuneytinu, kynnti í stuttu máli ákveðnar breytingar sem lagðar voru til í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Breytingarnar lutu m.a. að því að þeir einstaklingar sem fá hér dvalarleyfi af mannúðarástæðum verði, með samþykkt frumvarpsins, í sömu stöðu og þeir einstaklingar sem fengið hafa alþjóðlega vernd (stöðu flóttamanns) þegar kemur að atvinnuréttindum en útlendingur sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi sem flóttamaður er undanþeginn frá kröfu um atvinnuleyfi. Gert er ráð fyrir að máli verði tekið upp á ný eftir að nýtt þing kemur saman.

3. Íslenskukennsla fyrir fullorðna innflytjendur
Hulda Anna Arnljótsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu framhaldsskóla- og fræðslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, kynnti fyrirkomulag íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur hér á landi.

Sjá glærur.

4. Hvernig hátta hinar norrænu þjóðirnar tungumálakennslu fyrir innflytjendur?
Formaður Velferðarvaktarinnar kynnti hvernig tungumálakennslu fyrir innflytjendur væri háttað meðal annarra norrænna þjóða. Stuðst var við upplýsingar frá Sólborgu Jónsdóttur, verkefna- og viðskiptastjóra hjá Mími-símenntun og skýrslu Ramböll Kartlegging av tilbud om språkopplæring og språktrening for voksne innvandrer i Norge og övrige nordiske land, frá febrúar 2021.
Ákveðið var að undirhópur Velferðarvaktarinnar myndi taka viðfangsefnið til frekari umræðu.

Sjá glærur.

Skýrslan Ramböll Kartlegging av tilbud om språkopplæring og språktrening for voksne innvandrer i Norge og övrige nordiske land.

5. Staða fatlaðs fólks á Íslandi
Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að stór hluti fatlaðs fólks býr við mjög erfiða fjárhagsstöðu s.s. að tæplega átta af hverjum tíu eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman, sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og tæplega fjórir af hverjum tíu búa við skort á efnislegum gæðum.
Ákveðið var að  farið yrði nánar yfir skýrsluna á næsta fundi vaktarinnar.

Sjá glærur.

Skýrsla Vörðu.

6. Örkynningar
Ákveðið var að fresta örkynningum frá Bandalagi háskólamanna, Embætti landlæknis og Mannréttindaskrifstofu Íslands til næsta fundar.

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 9. nóvember á Teams.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum