Hoppa yfir valmynd
10.05.2004 Innviðaráðuneytið

Breyting á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti

Breyting á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs
Breyting á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti

Félagsmálaráðherra hefur sett reglugerð um breytingu á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti, nr. 157/2001, með síðari breytingum. Breytingin varðar lán vegna endurbóta og byggingu eða kaupa á viðauka.

Sú breyting sem gerð var vorið 2003 á VII. kafla reglugerðar um húsbréf og húsbréfaviðskipti, með reglugerð nr. 332/2003, hefur reynst erfið í framkvæmd. Meginatriði þessara breytinga er að einfalda og samræma reglur Íbúðalánasjóðs um viðhald, endurnýjun, endurbætur og viðbyggingar og koma í veg fyrir ýmiss álitaefni sem upp hafa komið við framkvæmd reglugerðarinnar. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að lána til hvers konar viðauka við íbúð, hvort sem keypt er eða byggt og þar með til byggingu bílskúra.

Þá er svigrúm aukið innan leyfilegs hámarks fasteignaveðbréfa á íbúð. Miðað er við að fjárhæð fasteignaveðbréfs vegna viðauka og endurbóta geti numið allt að 65% af kaupverði eða samþykktu kostnaðarverði og verði að rúmast innan við 65% af matsverði eða 85% af brunabótamati ef það er lægra. Afnumin eru gildandi ákvæði um hámarksfjárhæð lána Íbúðalánasjóðs vegna viðauka og endurbóta en þess í stað kemur fram að fasteignaveðbréf ásamt uppreiknuðum áhvílandi fasteignaveðbréfum megi að hámarki nema 12 milljónir kr. á íbúð.

Reglugerðin tekur gildi strax eftir birtingu hennar.

Skjal fyrir Acrobat ReaderReglugerð um breytingu á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti, nr. 157/2001, með síðari breytingum.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum