Hoppa yfir valmynd
27.08.2007 Innviðaráðuneytið

Nefnd skipuð um eflingu húsnæðislánakerfisins og lánveitingar

Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að móta tillögur sem miða að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn, og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. Samhliða því þarf að skilja með skýrari hætti á milli almennra og félagslegra lánveitinga og er hlutverk nefndarinnar meðal annars að tryggja aðgengi að lánsfé fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn, íbúa á landsbyggðinni og lágtekjufólk. Nefndinni er ætlað að skila félagsmálaráðherra áliti sínu og tillögum fyrir 1. nóvember 2007.

Í nefndinni sitja Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, skipuð af félagsmálaráðherra, formaður, Árni Páll Árnason og Ármann Kr. Ólafsson, skipaðir af félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, Karl Björnsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jórunn Frímannsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg, Þorbjörn Guðmundsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, Þuríður Einarsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, og Vilhjálmur Egilsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum