Hoppa yfir valmynd
20.04.2010 Innviðaráðuneytið

Eigið fé Íbúðalánasjóðs verður mögulega aukið

Við ársuppgjör Íbúðalánasjóðs hefur komið í ljós að eiginfjárhlutfall hans er um 3% en markmið laga um sjóðinn er að það sé 5% eða hærra. Lögin gera ráð fyrir að fari hlutfallið niður fyrir 4% skuli ráðherra gert viðvart og stjórn sjóðsins leggja fram tillögur um hvernig eiginfjárhlutfall sjóðsins verði bætt, meðal annars með hækkandi vaxtaálagi.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, reifaði stöðu Íbúðalánasjóðs á fundi ríkisstjórnar í morgun. Árni Páll leggur áherslu að sjóðurinn er ekki í hættu og að ríkisstjórnin muni standa að baki honum. Verið sé að skoða aðgerðir til að bæta stöðu sjóðsins og í því sambandi sé horft til þess að auka eigið fé hans.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum