Hoppa yfir valmynd
20.07.2011 Forsætisráðuneytið

Fyrsta skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi er hluti af úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum.

Vinnuhópur á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta vann að gerð skýrslunnar í samræmi við drög að kaflaskipan sem kynnt var fyrir fjölmörgum hagsmunaaðilum og félagasamtökum sem starfa á sviði mannréttindamála. Mikil áhersla var lögð á slíkt samráð við frjáls félagasamtök, stofnanir og almenning og fengu um 60 aðilar drög að kaflaskipan skýrslunnar send. Þá var haldinn opinn fundur um skýrsludrögin og komu þar fram ýmsar ábendingar frá ýmsum aðilum. Drögin voru jafnframt birt á vef ráðuneytisins og í framhaldi af því var lokið við gerð skýrslunnar og hún send SÞ í byrjun júlí 2011.

Úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála hófst 2008 með nýju eftirlitskerfi á vegum Sþ og hafa  aðildarríkin nú í fyrsta sinn að skoðað stöðuna hvert hjá öðrum með beinum hætti. Markmiðið er að bæta stöðu mannréttindamála í heiminum og að hvetja ríki til að uppfylla skuldbindingar á sviði mannréttindamála. Skýrsluna má sjá hér að neðan eins og hún var send Sþ á ensku.

 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum