Hoppa yfir valmynd
22.11.2013 Innviðaráðuneytið

Teymi eitt: 4. fundur um fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána

  • Fundarheiti og nr. fundar: Samvinnuhópur um framtíðarskipan húsnæðismála: 4. fundur teymis 1.  Fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 22. nóvember kl. 13:00-15:00.
  • Málsnúmer: VEL13060104.
  • Mætt: Benedikt Sigurðarson frá Búseta á Norðurlandi, Esther Finnbogadóttir frá efnahags- og fjármálaráðuneyti, fundarstjóri, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir frá þingflokki Framsóknarflokksins, Guðmundur Pálsson frá efnahags- og fjármálaráðuneyti, Gylfi Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands, Hrafnkell Hjörleifsson frá velferðarráðuneyti, Ingólfur Arnarson frá Sambandi sveitarfélaga, Kristjana Sigurðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Sigurður Jón Björnsson frá Íbúðalánasjóði, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Þórarinn Einarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.
  • Fundarritarar:Hrafnkell Hjörleifsson og Guðmundur Pálsson.

Fundargerðum er ætlað að gera umræðum sem eiga sér stað á fundum skil og þau atriði sem fram koma þurfa ekki að endurspegla skoðanir teymisins í heild.

Frásögn af fundi

Áfram var rætt um kerfi að danskri fyrirmynd og húsnæðisfjármögnun almennt. Meðal þess sem kom fram í máli nefndarmanna var:

  • Allur infrastrúktur (fasteignaskráningarkerfi, þinglýsingarkerfi o.s.frv.) til staðar á Íslandi til þess að taka upp kerfi að danskri fyrirmynd.
  • ekki má halda að lánakerfið geti komið í veg fyrir bólu - hlutverk stjórnvalda og efnahagsstefnunnar.
  • ef ÍLS væri ekki að kljást við fortíðarvanda gæti sjóðurinn leitt innleiðingu þessa kerfis á morgun.
  • talað um skort á löggjöf um veðlánastarfsemi hérlendis sem tryggi ákveðna eiginleika fasteignalánamarkaðar. Fasteignalán er langtímaskuldbinding og því þurfi að setja lánastofnunum ramma sem m.a. stefnir að stöðugleika með lengra fastvaxtatímabili en nú er í boði. Lánveitendur á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar til langs tíma.
  • vangaveltur hvort danska kerfið væri fyllilega yfirfæranlegt á íslenskan markað vegna smæðar hans. Auk þess geti breytilegir vextir verið varhugaverðir í óstöðugu vaxtaumhverfi eins og hér er. Rætt var um að ekki væri hægt að veita bönkum það leyfi að stjórna vaxtakjörum of mikið.
  • mörg dæmi eru þess að einstaklingar verði fastir í íbúðum í Danmörku ef hún lækkar í verði og verður verðminni en skuldabréfið. Sama og gerist þegar lán hækka hérlendis en eignir standa í stað að nafnverði.
  • húsnæðislánakerfið skiptir ekki máli ef hinn innbyggði galli fjármálakerfisins verður ekki leystur – þá hrynur hvaða kerfi sem við tökum upp.
  • Það sem vantar löggjöf um veðlánastarfssemi. Það að fjármögnun verði út lánstímans eins og gert er ráð fyrir. Það þarf að ramma inn þessa löggjöf og tryggja þessa eiginleika sem hafa verið nefndir. Þeir sem veita fasteignalán verða að uppfylla ákveðin skilyrði. Fjármögnun sem passar við eðli lánveitingu, verður að vera kommitment (mega ekki breyta vaxtastigi eftir áhættustýringu bankans).
  • Þeir sem veita lán þurfa að veita lán á öllum stundum og um allt land.
  • fákeppnin hérlendis er okkur dýr – ef Ísland væri partur af stærra lánakerfi með aðra mynt mætti búast við mun hagstæðari kjörum á lánamarkaði.
  • á innlendum húsnæðismarkaði eru um 80-100 ma.kr. í nýjum lánveitingum á hverju ári. Talað um að stærð flokka þyrfti að vera að lágmarki 25-35 ma.kr.
  • við upptöku kerfis að danskri fyrirmynd væri nauðsynlegt væri að hámarka stærð flokka. Varðandi seljanleika flokkanna var einnig bent á að fjárfestar á innlendum markaði eru minni en víðast hvar annars staðar og því ekki þörf á sömu stærð af flokkum og erlendis. Umræða um hvort hagkerifð sé of smátt til að herma danska kerfið alveg hér á landi. Á Íslandi mun reynast erfitt að veita lán á breytilegum vöxtum vegna mikilla sveifla í hagkerfinu. bankar langstærstu lánveitendur húsnæðislána innan ESB og húsnæðislán eru að mestu fjármögnuð með innlánum á breytilegum vöxtum eða um 60-70%.
  • Meta þarf hversu mikil uppgreiðsla eins og er í danska kerfinu yrði í okkar húsnæðiskerfi.
  • seljanleikavandamálið sem stafar af litlum flokkum mætti minnka með því að sameina flokka og fá þannig betri fjármögnun eins og gert hefur verið í Danmörku.
  • Ákveðnir vankantar komið fram á þessu kerfi í kjölfar hruns og er nýjar eigin- og lausafjárreglur til þess gerðar að draga úr löngum lánveitingum með mjög stuttu fjármagni. Eftir á að koma í ljós hvort þessar breytingar séu nægjanlegar.
  • Hugmynd að vera með samfélagsbanka, svipar til upphaflegu sparisjóðshugmyndarinnar. Bankar með litla markaðshlutdeild og eru reknir án hagnaðarkvaðar.
  • bankastofnanir veita einnig veðlán til fasteignakaupa í Danmörku til hliðar við húsnæðisbréfakerfið. Bankar hafa ekki leyfi til að gefa út sértryggð markaðsverðbréf. Þeir vextir sem bankar bjóða alla jafna hærri en fást í húsnæðisbréfakerfi.
  • fjármálastofnunum gert mun dýrara að veita lán og stunda viðskipti hérlendis en í Danmörku vegna stífra krafna um eiginfé og áhættuvog.
  • margir telja hægt að ná ásættanlegri fjármögnum hérlendis með sértryggðum skuldabréfum þó þau séu inn í efnahagsreikningi banka.
  • Hér á landi er mun dýrari að veita lán heldur en í Danmörku. Það er m.a. vegna eiginfjárkröfu á bankanna og áhættuvog á þessum lánum.
  • Vegna aukinna krafa á fjármálastofnanir hefur vaxtamunur verið að aukast undanfarið.
  • Nefndarmenn er flestir sammála því að skoða eigi nánar útfærslur á danska kerfinu. Enginn lýst andúð á hugmyndir um það kerfi. En þó eru hnökrar á kerfinu sem margir nefndarmenn hafa bent á.
  • Sameiginlegir hagsmunir fyrirtækja/fjárfesta og einstaklina að langtímavæða þennan markað. Til að koma í veg fyrir skammtímasjónarmið.  Kerfið þarf að skapa val og öryggi. Lagarammi og ábyrgðin þurfa að vera skýr. Á endanum eru það verðbólga og verðbólguvæntingar sem stjórna síðan kjörunum.

Ákveðið að næsti fundur yrði mánudaginn 24. nóvember kl. 13:00.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:00.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum