Hoppa yfir valmynd
06.01.2014 Innviðaráðuneytið

Teymi eitt: 7. fundur um fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána

  • Fundarheiti og nr. fundar: Samvinnuhópur um framtíðarskipan húsnæðismála: 7. fundur teymis 1.  Fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðislána.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 6. janúar kl. 14:00-16:00.
  • Málsnúmer: VEL13060104.
  • Mætt: Benedikt Sigurðarson frá Búseta á Norðurlandi, Esther Finnbogadóttir frá efnahags- og fjármálaráðuneyti, fundarstjóri, Grétar Jónsson frá Félagi fasteignasala,Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir frá þingflokki Framsóknarflokksins,Guðmundur Pálsson frá efnahags- og fjármálaráðuneyti, Gylfi Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands, Hrafnkell Hjörleifsson frá velferðarráðuneyti, Ingólfur Arnarson frá Sambandi sveitarfélaga, Kristjana Sigurðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Vilhjálmur Bjarnason frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Þórarinn Einarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.
  • Fundarritarar: Hrafnkell Hjörleifsson og Guðmundur Pálsson.

Fundargerðum er ætlað að gera umræðum sem eiga sér stað á fundum skil og þau atriði sem fram koma þurfa ekki að endurspegla skoðanir teymisins í heild.

Frásögn af fundi:

Tímarammi verkefnisins var ræddur. Næsti fundur samvinnuhóps fyrirhugaður 17. janúar næstkomandi. Fyrir þann tíma þurfa tillögur teymis að liggja fyrir.

Farið var yfir greiningu KPMG á valkostum við húsnæðislánakerfi til framtíðar. Meðal þess sem fram kom:

  • Íslenskur markaður alltaf smár sama hvaða leið verður fyrir valinu. Sértryggð bréf bankanna er enn sem komið er litlar útgáfur.
    -  
    Smæð markaðar sums staðar talin vinna gegn þeim hugmyndum sem skoðaðar eru en ekki alls staðar.
  • Skiptir máli að hafa sem stysta boðleið milli fjármagnseigenda og lántakenda. Húsnæðislánakerfi á að fela í sér einhverja miðlun þ.a. fólk sé nokkuð jafnt hvað varðar lánskjör. Þannig að allir eiga að hljóta sömu kjör frá sömu stofnun en lánsupphæð ræðst af tekjum. Gagnrýni á heildsölubanka leiðina er sú að með honum kæmi auka milliliður sem gæti valdið auknum kostnaði fyrir lántakendur þrátt fyrir að ákveðinn sparnaður náist með því að allir aðilar fengju sömu fjármögnun.
  • Gæti heildsölubanki og húsnæðislánastofnanir unnið saman?
  • Ekki má láta fjármálafyrirtæki ráða ferðinni, aðalatriðið að bakhjarl kerfisins sé að mestu í opinberri eigu eða án hagnaðarkvaðar.
  • Mikilvægt að húsnæðislánafélög séu non-profit.
  • Mikilvægt að bótavæða ekki almenn húsnæðislán.
  • Ekki hægt að setja einkaleyfi á veitingu húsnæðislána. Ef aðilar utan húsnæðislánastofnanna vilja veita lán þá á það að standa til boða. Að veita einkaleyfi getur valdið hækkun vaxta.
  • Ekkert fjallað um ávöxtun, útlánaáhættu og uppgreiðsluáhættu kerfis í samantekt KPMG.
  • Þarf að vera á hreinu ef húsnæðislánastofnanir eiga að fjármagna fyrstu 80% fyrir alla, hverjir eiga að koma að fjármagna afganginn?
  • Núverandi kerfi hefur á síðustu árum hefur batnað.
  • Lánshæfismat þarf að vera til staðar ef ekki á að vera gríðahátt áhættuálag á öllum lánum.
    - Mjög strangt lánshæfismat í Danmörku og eignamat mjög vel skilgreint ólíkt því sem tíðkast hérlendis.
  • European Mortgage Credit Directive var rædd en tilskipunin er væntanleg og mun þá einnig eiga við um Ísland. Megintilgangur hennar er að auka neytendavernd við fasteignalán og er þar m.a. fjallað um að lántakendur geti almennt greitt upp fasteignaveðlán.
  • Þar sem bankar og lífeyrissjóðir veita lán í dag er talið að einhver kostnaður muni fylgja því að stofna sér húsnæðislánastofnanir.
  • Sérfélög kringum húsnæðislánastarfsemi þýðir aukinn kostnað rétt eins og heildsölubanki þýðir aukinn kostnað. Þennan kostnað má þó lágmarka með ýmsum hætti.
    - Erum þegar með bankakerfi hérlendis sem er dýrt í rekstri.

    - Talað um að í Danmörku séu húsnæðislánafélög rekin með lítilli yfirbyggingu.
    - Mætti setja skilmála í sértryggðar skuldabréfaútgáfur þannig að tryggt væri að fjármögnunarkjör banka skili sér í lánskjörum til einstaklinga?
  • Það hversu nákvæm pörun er á fjármögnun banka og útlánum þeirra er undir eftirlitsaðilum komið og hversu mikið „mismatch“ þeir leyfa.
  • Þörf er á sérstöku kerfi eins og tíðkast í Danmörku þar sem hérlendis telst 1% álag hæfilegt á meðan danska kerfið hefur verið rekið með um 40 punktum í áratugi. Ef húsnæðislán eru tekin út úr efnahagsreikningi banka minnkar það auk þess möguleiki þeirra til áhættusækni.
    - Bent var á að þær auknu kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja hérlendis hvað varðar eiginfjárkröfu og áhættustuðul gagnvart veittum lánum veldur um 50 punkta álagi.
  • Þörf á því að punkta niður kosti og galla danska kerfisins ef vilji er til að taka það upp hérlendis.
  • Ef ríkið ætlar að reka fyrirtæki á húsnæðislánamarkaði má aðeins gera það sé markaðsbrestur. Samkvæmt skilmálum EES má ríkið ekki reka fyrirtæki til þess að veita samkeppnisaðhald á almennum markaði.
  • Óskað var upplýsinga um Credit Mortgage Directive og þess endurmats sem er í gangi í Danmörku vegna þess.
  • Samkvæmt gögnum SFF er ekkert sem bendir til þess að bankar láni minna til dreifbýlis en Íbúðalánasjóður, bæði ef eignasafni banka skipt á landsvæði er skoðað og einnig ef ný lán eru skoðuð. Bankar hafa það framyfir ÍLS að vera með útibú dreifð um allt landið. Bankar hafa þó ekki lánað 80% af byggingarkostnaði þar sem byggingarkostnaður endurspeglar ekki markaðsverð. ÍLS lánar nú einnig þannig að nýbyggingarkostnaður taki mið af markaðsvirði eignar.

Næsti fundur verður mánudaginn 13. janúar kl. 14:00-16:00.

Fleira var ekki tekið fyrir.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum