Hoppa yfir valmynd
07.10.2014 Innviðaráðuneytið

Íbúðalánasjóður setur 400 íbúðir í sölu

Íbúðalánasjóður í Borgartúni
Íbúðalánasjóður í Borgartúni

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli. Upplýsingar um söluferlið má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Formlegt söluferli hefst þann 17. október næstkomandi og þá geta væntanlegir kaupendur nálgast ítarlega upplýsingaskýrslu um söluferlið og eignirnar á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.

Íbúðalánasjóður mun bjóða íbúðirnar til sölu í sjö eignasöfnum, en tilboðsgjafar geta boðið í eitt eða fleiri söfn. Þær 400 íbúðir sem boðnar verða til sölu í eignasöfnunum sjö eru staðsettar á Austurlandi, Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Fasteignamat þeirra er um 6,5 milljarðar króna.

Sjóðurinn gerir þá kröfu til þeirra sem bjóða í eignirnar að þeir geri grein fyrir því hvernig þeir ætla að viðhalda útleigu íbúðanna og að þeir hafi trausta getu til fjármögnunar kaupanna.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum