Hoppa yfir valmynd
15.12.2016 Innviðaráðuneytið

Samningur um leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna

Eygló Harðardóttir og Ólafur Arnarson
Eygló Harðardóttir og Ólafur Arnarson

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í gær samning sem felur í sér áframhaldandi leiðbeiningar- og ráðgjafarþjónustu samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Samningurinn gildir til ársloka 2017.

Neytendasamtökin hafa árum saman sinnt aðstoð við leigjendur í einhverjum mæli og hefur eftirspurn eftir þessari þjónustu farið ört vaxandi. Frá árinu 2011 hafa Neytendasamtökin annast leiðbeiningar- og ráðgjafarþjónustu við leigjendur samkvæmt formlegum samningi við velferðarráðuneytið sem kveður á um að samtökin sinni upplýsingagjöf til leigjenda um réttindi þeirra og skyldur auk þess að veita lögfræðiráðgjöf. Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur gefist vel og ljóst er að mikil eftirspurn er meðal leigjenda eftir upplýsingum og ráðgjöf á þessu sviði.

Neytendasamtökin reka vefsvæði með margvíslegum upplýsingum fyrir leigjendur. Á vefsíðunni er leitast við að svara öllum helstu álitaefnum sem upp geta komið í tengslum við gerð og framkvæmd leigusamninga. Þar eru einnig birtir útdrætti úr öllum álitum kærunefndar húsamála frá árinu 2007. Enn fremur er þar að finna reifanir á dómum sem hafa gengið undanfarin ár og varða leigurétt og eru útdrættir úr dómunum einnig birtir á vefsvæðinu.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum