Hoppa yfir valmynd
04.04.2019 Innviðaráðuneytið

Boðað til kynningarfundar - ný tegund húsnæðislána

Frá Reykjavík - myndHugi Ólafsson

Boðað er til sérstaks kynningarfundar í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 kl. 11-12 á morgun, föstudag. Þar verður ný skýrsla starfshóps félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað kynnt.

Líkt og fram kom á sameiginlegum kynningarfundi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þá munu 40 ára verðtryggð lán verða aflögð frá og með næstu áramótum. Til að auðvelda tekjulágum hópum að eignast fasteign er í staðinn gert ráð fyrir nýrri tegund húsnæðislána. Hvers konar lán þessum hópum muni standa til boða mun byggja á tillögum áðurnefnds starfshóps, sem þegar hafa verið kynntar aðilum vinnumarkaðarins. 

Formaður starfshópsins, Frosti Sigurjónsson, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar munu á fundinum fjalla um tillögurnar, fyrir hverja þær eru hugsaðar og hvernig þær munu skapa jafnari stöðu á húsnæðismarkaði en áður hefur verið. Alls eru tillögurnar í 14 liðum og fela meðal annars í sér tvær nýjar tegundir húsnæðislána sem ekki hafa sést á Íslandi áður.

Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu. 

Skráning fer fram á vef Íbúðalánasjóðs

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum