Hoppa yfir valmynd
27.09.2021 Forsætisráðuneytið

Þriðja skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi

Komin er út skýrsla Íslands í tilefni af þriðju allsherjarúttekt mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála (Universal Periodic Review – UPR). Í skýrslunni er farið yfir það hvernig íslensk stjórnvöld hafa fylgt eftir þeim tilmælum sem Ísland fékk í síðustu allsherjarúttekt, sem fór fram árin 2016 til 2017. Með skýrslunni fylgir einnig yfirlit yfir tilmælin og stöðu þeirra. Skýrslan verður lögð til grundvallar við fyrirtöku hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í janúar 2022.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi, þar sem eiga sæti fulltrúar allra ráðuneyta, hefur haldið utan um skýrsluskrifin. Í upphafi skýrslunnar er farið almennt yfir eftirfylgni Íslands og samráð við gerð skýrslunnar. Síðan er farið yfir innleiðingu þeirra tilmæla sem Ísland samþykkti í síðustu útttekt og tekur kaflaskipting skýrslunnar mið af framsetningu þeirra.

Á mannréttindavef dómsmálaráðuneytisins má nálgast nánari upplýsingar um allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum