Hoppa yfir valmynd

Sýnishorn - Yfirlýsing um riftun vegna vangoldinnar húsaleigu

Sýnishorn nr. 4:
Yfirlýsing leigusala um riftun vegna vangoldinnar húsaleigu.


Jón Jónsson
Ingólfstorgi 50
101 Reykjavík


YFIRLÝSING UM RIFTUN
VEGNA VANGOLDINNAR HÚSALEIGU

Ég undirritaður, Páll Pálsson, leigusali samkvæmt leigusamningi, dags. 15. maí 1996, um leiguhúsnæðið Ingólfstorg 50, Reykjavík, lýsi því hér með yfir að þar sem að þér, Jón Jónsson, leigjandi samkvæmt samningnum, hafið ekki sinnt greiðsluáskorun minni, dags. 15. september 1998, vegna vangoldinnar húsaleigu, er ofangreindum leigusamningi við yður rift, sbr. 1. tl. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994.
Ber yður því að rýma húsnæðið þegar í stað. Að öðrum kosti verður höfðað útburðarmál á hendur yður.*

Reykjavík, 30. september 1998.


Virðingarfyllst,

_________________________
Páll Pálsson, kt. 010145-2229
Skólavörðustíg 199




Hafi leigjandi ekki staðið skil á leigugreiðslum, þrátt fyrir skriflega áskorun leigusala þar um, og þannig vanefnt leigusamninginn verulega, getur leigusali krafist þess að leigjandi verði borinn út úr hinu leigða húsnæði, án undangengins dóms eða sáttar, sbr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.



Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum