Hoppa yfir valmynd

Sýnishorn - Greiðsluáskorun vegna vangoldinnar húsaleigu

Sýnishorn nr. 3:
Greiðsluáskorun leigusala vegna vangoldinnar húsaleigu. 


Jón Jónsson
Ingólfstorgi 50
101 Reykjavík


GREIÐSLUÁSKORUN
VEGNA VANGOLDINNAR HÚSALEIGU


Ég undirritaður, Páll Pálsson, leigusali samkvæmt leigusamningi, dags. 15. maí 1998, um leiguhúsnæðið Ingólfstorg 50, Reykjavík, skora hér með á yður, Jón Jónsson, leigjanda samkvæmt samningnum, að greiða nú þegar vangoldna húsaleigu fyrir tímabilið 1. ágúst til 31. ágúst 1998, sem féll í gjalddaga þann 1. ágúst sl.
Hafi greiðsla eigi farið fram innan 7 sólarhringa frá dagsetningu bréfs þessa verður ofangreindum leigusamningi rift vegna vanskila yðar, sbr. 1. tl. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994.*

Reykjavík, 15. september 1998.

Virðingarfyllst,

_______________________________
Páll Pálsson, kt. 010145-2229
Skólavörðustíg 199
---------------------------------------

* Mikilvægt er að orðsendingar milli aðila leigusamnings séu skriflegar. Sé orðsending send af stað með sannanlegum og tryggilegum hætti og innan þeirra tímamarka eða fresta sem mælt er fyrir um, ef því er að skipta, þá hefur orðsendingin þá þýðingu og þau réttaráhrif sem henni er ætlað að hafa, jafnvel þótt hún komi afbökuð, of seint eða alls ekki til viðtakanda.


Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira