Alþingiskosningar
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um kosningar til Alþingis og auðlesið efni þar um. Upplýsingar um kosningar er einnig hægt að nálgast á vefsíðu Alþingis, sjá eftirfarandi slóð: https://www.althingi.is/tilkynningar/nytt-efni-um-kosningar-og-kosningaurslit-a-vef-althingis.
Almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils sem er venjulega fjögur ár.
Dómsmálaráðuneytið skal auglýsa hvenær almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram.
Ef Alþingi er rofið ákveður forseti Íslands kjördag.