Hoppa yfir valmynd

Alþingiskosningar

kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022 og féllu þá úr gildi eldri lög um kosningar. Með gildistöku laganna var Landskjörstjórn sett á fót sem sjálfstæð stjórnsýslunefnd til þess að hafa yfirumsjón með framkvæmd kosninga og til að annast framkvæmd kosningalaga. Landskjörstjórn heyrir stjórnarfarslega undir ráðherra sem fer með málefni kosninga. 

Vefur Landskjörstjórnar er island.is/s/landskjorstjorn. 


Hér er hægt að nálgast upplýsingar um kosningar til Alþingis og auðlesið efni þar um. Upplýsingar um kosningar er einnig hægt að nálgast á vefsíðu Alþingis, sjá eftirfarandi slóð: https://www.althingi.is/tilkynningar/nytt-efni-um-kosningar-og-kosningaurslit-a-vef-althingis.

Almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils sem er venjulega fjögur ár.

Dómsmálaráðuneytið skal auglýsa hvenær almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram. 

Ef Alþingi er rofið ákveður forseti Íslands kjördag.

Sjá einnig...

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum