Hoppa yfir valmynd

Auðlesið efni

Atkvæða-greiðsla á kjördag

Hvar og hvenær á að kjósa?

Þú kýst eftir því hvar þú ert er skráður á kjörskrá.

Kjörskrá fer eftir því í hvaða sveitarfélagi lög-heimilið þitt er skráð fimm vikum fyrir kjördag.

Lög-heimili er lang oftast staðurinn þar sem við búum.

Ef þú ert óviss hvar þú átt lög-heimili, skaltu spyrja einhvern sem þekkir þig og þú treystir.

Þú getur líka séð hvar þú ert skráður á kjörskrá á vef Þjóðskrár

Til þess að kjósa á kjördag þarftu að mæta á kjörstað.

Kjörstaðir eru oftast opnir frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin.

Stundum eru kjörstaðir opnir á öðrum tímum.

Sveitarfélagið þitt á að auglýsa tímanlega hvenær kjörstaðir eru opnir.

Það er hægt að finna þessar upplýsingar á vefjum sveitarfélaganna.

Sveitarfélagið þitt er bærinn sem þú býrð í, eins og til dæmis Reykjavík eða Akureyri.

Hvernig fer atkvæða-greiðslan fram?

Þú mætir á þinn kjörstað og finnur þína kjördeild.

Á flestum kjörstöðum er fólk sem getur aðstoðað þig að finna þína kjördeild.

Þú mátt taka einhvern með þér sem þú þekkir og þú treystir til að aðstoða þig.

Í hverri kjördeild sitja 3 manneskjur við borð. Þetta er kjörstjórn.

Þessar 3 manneskjur merkja við þig og gefa þér kjörseðil.

Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.

Þú ferð með kjörseðilinn inn í sérstakan kjörklefa.

Það á að vera hægt að draga tjald fyrir kjörklefann svo að þú getir kosið án þess að einhver sjái til.

Í kjörklefanum á að vera blýantur.

Í kjörklefanum á að vera spjald með blindraletri til þess að lesa kjörseðilinn.

Stjórnmálaflokkar sem eru í framboði eru merktir með bókstaf á kjörseðlinum.

Þú merkir X í kassann fyrir framan bókstaf þess flokks sem þú ætlar að kjósa.

Það þarf að gera X með blýanti.

Frambjóðendum er raðað í ákveðna röð á kjörseðlinum sem er ákveðin af stjórnmálaflokknum.

Þú getur breytt röðinni hjá þeim flokki sem að þú kýst.

Þá setur þú númer fyrir framan nafn á kjörseðli.

Þú setur númer 1 fyrir framan það nafn sem á að vera efst.

Þú setur númer 2 fyrir framan það nafn sem á að vera næst og svo framvegis.

Þú getur strikað yfir frambjóðanda sem þú vilt ekki hafa á listanum sem að þú kýst.

Þú getur líka ákveðið að hafa listann óbreyttan.

Þegar þú ert búin að kjósa brýtur þú kjörseðilinn saman og ferð út úr kjörklefanum.

Þú setur kjörseðilinn í kassa fyrir utan kjörklefann.

Það má enginn sjá hvernig þú kaust.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar

Ef þú kemst ekki að kjósa á kjördegi getur þú kosið fyrir kjördag.

Kjördagur er dagurinn þar sem kosningar fara fram.

Þetta kallast atkvæða-greiðsla utan kjörfundar.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar byrjar þegar búið er að auglýsa kjördag en ekki fyrr en 8 vikum fyrir kjördag.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar á Íslandi

Ef þú ert á Íslandi þá getur þú kosið hjá sýslumanni.

Sýslumenn eru með skrifstofur út um allt land. Þú getur skoðað hvar skrifstofurnar eru hér: https://island.is/stofnanir/syslumenn/embaettin

Stundum eru sérstakir kjörstaðir til þess að kjósa utan kjörfundar.

Sýslumenn eiga að auglýsa hvar og hvenær atkvæða-greiðsla utan kjörfundar fer fram.

Upplýsingar um atkvæða-greiðslu utan kjörfundar má finna á vefsíðu sýslumanna.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar í útlöndum

Þú getur kosið á skrifstofu sendiráðs eða á skrifstofu ræðismanns.

Í sumum löndum eru íslensk sendiráð.

Þar er íslenskur sendiherra sem aðstoðar Íslendinga sem búa í landinu.

Í öðrum löndum eru ekki sendiráð.

Þá er sérstakur ræðismaður sem er ekki íslenskur.

Hann á að aðstoða Íslendinga sem búa í landinu.

Lista yfir íslensk sendiráð og ræðismenn má finna hér: https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/

Utanríkis-ráðuneytið skipuleggur atkvæða-greiðsluna.

Utanríkis-ráðuneytið á að auglýsa hvar og hvenær atkvæða-greiðslan fer fram.

Þú átt að hafa samband við sendiráð eða skrifstofu ræðismanns til að vita hvar þú átt að kjósa.

Til þess að kjósa þarftu að mæta á kjörstað.

Starfsmaður hjá sendiráði eða ræðismanni tekur á móti þér og merkir við þig.

Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.

Í sumum löndum getur verið að þú komist ekki á kjörstað vegna COVID 19.

Aðstoð við atkvæða-greiðslu

Þú átt rétt á að fá aðstoð ef þú getur ekki merkt sjálfur við á kjörseðlinum.

Þetta á við um þá sem eru sjónlausir eða geta ekki skrifað sjálfir.

Þú getur beðið einhvern í kjörstjórn um aðstoð.

Á kjördag er kjörstjórn 3 manneskjur sem sitja við borð í kjördeild.

Ef þú kýst utan kjörfundar þá er starfsmaður sýslumanns oftast kjörstjóri.

Þessir aðilar geta aðstoðað þig að kjósa.

Kjörstjórn eða kjörstjóri má ekki bjóða þér aðstoð að fyrra bragði.

Þú þarft að biðja um aðstoð.

Sá sem aðstoðar þig er bundinn þagnarheiti. Það þýðir að hann má ekki segja frá hvernig þú kaust.

Þú mátt biðja einhvern sem að þú þekkir og þú treystir að aðstoða þig við að kjósa.

Ef þú getur ekki tjáð þig sjálfur þarftu að koma með vottorð frá réttindagæslumanni.

Vottorðið staðfestir að manneskjan sem þú valdir má aðstoða þig.

Hér er listi yfir réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk:

https://www.stjornarradid.is/gaeda-og-eftirlitsstofnun/rettindagaesla-fyrir-fatlad-folk/#Tab0.

Þeir sem eru í kjörstjórn mega aðstoða aðra við að kjósa á kjördag.

Ef þú biður einhvern sem þú þekkir að aðstoða þig þá má hann ekki aðstoða aðra en þig.

Sá sem aðstoðar þig er bundinn þagnarheiti.

Það þýðir að hann má ekki segja frá hvernig þú kaust.

Sá sem aðstoðar þig við að kjósa má ekki segja frá því hvað þið talið um inn í kjörklefanum.

Ef sá sem aðstoðar þig er einhver sem þú þekkir þá þarf hann að skrifa undir sérstakt eyðublað.

Þar lofar hann því að segja ekki frá hvernig þú kýst.

Eyðublöðin má finna hér:

Þagnarheit fulltrúa á kjörfundi

Vottorð réttindagæslumanns

Ef þú uppfyllir ekki skilyrðin til að fá aðstoð við að kjósa getur kjörstjórn neitað þér um aðstoð.

Ef þér er neitað um aðstoð þá á kjörstjórn að skrifa í kjörbók hvers vegna þér var neitað.

Það er ekki hægt að breyta ákvörðun kjörstjórnar.

Framboð - leiðbeiningar

Stjórnmálaflokkar þurfa að skila inn listum til þess að bjóða sig fram til Alþingis-kosninga.

Það þarf að skila inn listum um hverjir eru í framboði 15 dögum fyrir kosningar.

Á Alþingi eru 63 þingmenn.

Á listanum eiga að vera upplýsingar um þá sem bjóða sig fram.

Frambjóðendum er raðað í röð á listann. Einhver er í fyrsta sæti og svo framvegis.

Kjördæmi og kjörstaðir

Íslandi er skipt upp í 6 kjördæmi.

Þú ert skráður í kjördæmi eftir því hvar lög-heimilið þitt er skráð.

Lög-heimili er oftast sami staður og þar sem við búum.

Ef þú ert óviss hvar þú átt lög-heimili, skaltu spyrja einhvern sem þekkir þig og þú treystir.

Þú getur líka séð hvar þú ert skráður á kjörskrá á vef Þjóðskrár

Kjördæmin á Íslandi

Norðvestur-kjördæmi

Akrahreppur

Akranes-kaupstaður

Árneshreppur

Blönduós-bær

Bolungarvíkur-kaupstaður

Borgarbyggð

Dalabyggð

Eyja- og Miklaholts-hreppur

Grundarfjarðar-bær

Helgafells-sveit

Hvalfjarðar-sveit

Húnavatns-hreppur

Húnaþing vestra

Ísafjarðar-bær

Kaldrananes-hreppur

Reykhóla-hreppur

Skagabyggð

Skorradals-hreppur

Snæfells-bær

Strandabyggð

Stykkishólms-bær

Sveitarfélagið Skagafjörður

Sveitarfélagið Skagaströnd

Súðavíkur-hreppur

Tálknafjarðar-hreppur

Vesturbyggð

Norðaustur-kjördæmi

Akureyrar-bær

Dalvíkur-byggð

Eyjafjarðar-sveit

Fjallabyggð

Fjarðabyggð

Fljótsdals-hreppur

Grýtubakka-hreppur

Hörgár-sveit

Langanes-byggð

Múlabyggð

Norðurþing

Skútustaða-hreppur

Svalbarðs-hreppur

Svalbarðs-strandar-hreppur

Tjörnes-hreppur

Vopnafjarðar-hreppur

Þingeyjar-sveit

Suður-kjördæmi

Ásahreppur

Bláskóga-byggð

Flóahreppur

Grindavíkur-bær

Grímsnes- og Grafnings-hreppur

Hrunamanna-hreppur

Hveragerðis-bær

Mýrdals-hreppur

Rangárþing eystra

Rangárþing ytra

Reykjanes-bær

Skaftárhreppur

Skeiða- og Gnúpverja-hreppur

Suðurnesja-bær

Sveitarfélagið Hornafjörður

Sveitarfélagið Vogar

Sveitarfélagið Árborg

Sveitarfélagið Ölfus

Vestmannaeyja-bær

Suðvestur-kjördæmi

Garðabær

Hafnarfjarðar-kaupstaður

Kjósarhreppur

Kópavogs-bær

Mosfells-bær

Seltjarnarnes-bær

Reykjavíkur-kjördæmi suður og norður

 Reykjavík er skipt í tvö kjördæmi.

Þessi skipting getur breyst á milli kosninga.

Það á að auglýsa hvernig kjördæminu er skipt í síðasta lagi 4 vikum fyrir kosningar.

Kosningarréttur og kjörskrá

Til þess að mega kjósa í kosningum þarftu þú að vera skráður á kjörskrá.

Langflestir eru skráðir á kjörskrá.

Þeir sem eru skráðir á kjörskrá þurfa að vera íslenskir ríkis-borgarar.

Íslenskir ríkis-borgarar eru t.d. með íslenskt vegabréf.

Þú þarft að vera með lög-heimili á Íslandi til þess að vera skráður á kjörskrá.

Þú ert líka á kjörskrá ef þú varst með lögheimili á Íslandi fyrir 8 árum eða minna.

Þú getur séð hvar þú ert skráður á kjörskrá á vef Þjóðskrár.

Til þess að mega kjósa þarft þú að vera orðinn 18 ára.

Íslendingar sem búa í útlöndum

Ef að þú bjóst á Íslandi fyrir 8 árum eða minna þá ertu skráður á kjörskrá.

Ef þú ert búinn að búa í útlöndum í meira en 8 ár þá ertu ekki lengur á kjörskrá.

Þú getur sótt um að komast aftur á kjörskrá með því að fylla út þetta eyðublað:

https://skra.is/umsoknir/eydublod-umsoknir-og-vottord/stok-vara/?productid=e31c246c-6eb4-11e6-943e-005056851dd2.

Sjá einnig...

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum