Hoppa yfir valmynd

Umboðsmenn framboðslista

Hverjum framboðslista skal þegar hann er sendur til yfirkjörstjórnar fylgja tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Skal yfirkjörstjórn tilkynnt um umboðs­menn með sannanlegum hætti td með tölvupósti. Ef umboðsmenn listans eru ekki tilgreindir eða nauðsynjar hamla umboðsmanni eru frambjóðendur í aðalsætum hver um sig réttir umboðsmenn listans. Þessir umboðsmenn gæta réttar listanna við skoðun og úrskurð listanna. Þeir gefa þær upplýsingar um listana er yfirkjörstjórn óskar. Þeim er heimilt að vera viðstaddir eða gefa öðrum umboð til að vera viðstaddir kosningar á einstökum kjörstöðum og við talningu atkvæða. Skylt er umboðsmönnum að hlíta þeim fundarreglum sem kjörstjórn setur.

Sérhver stjórnmálasamtök, sem boðið hafa fram, eiga rétt á að hafa tvo umboðsmenn viðstadda er landskjörstjórn úrskurðar um hverjum samtökum skuli telja þá framboðslista sem fram hafa komið, svo og við öll störf landskjörstjórnar að úthlutun þingsæta.

Umboðsmenn skulu hafa aðgang að eftirfarandi skrám sem kjörstjóri færir:

  • Sérstök skrá yfir nöfn þeirra kjósenda sem greiða atkvæði hjá honum,  lögheimili kjósanda og kennitölu og hvern dag kosningarathöfnin fór fram.
  • Tölusett og skrá þau atkvæðabréf sem kjósandi skilur eftir hjá honum þar sem þess er getið frá hvaða kjósanda það sé og hvenær og af hverjum það hafi verið afhent.  

Rísi ágreiningur um hvort framboðslisti telst til þeirra stjórnmálasamtaka sem meðmælendur hans óska skal landskjörstjórn gefa meðmælendum kost á að tilnefna sérstaka umboðsmenn til að gæta hagsmuna sinna þegar úr þeim ágreiningi er skorið.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í máli 2002/252 að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar var talið að þeim væri óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt væri nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni. Sjá nánar:

Síðast uppfært: 13.8.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum