Hoppa yfir valmynd

Refsiákvæði

Það varðar sektum ef ekki liggur þyngri refsing við eftir öðrum ákvæðum laga um kosningar til Alþingis eða eftir öðrum lögum, ef sveitarstjórn, kjörstjórn, utankjörfundarkjörstjóri eða embættismaður hagar fyrirskipaðri framkvæmd kosningalaga vísvitandi á ólöglegan hátt eða vanrækir hana.

Það varðar sektum:

 1. Ef kjósandi ónýtir af ásettu ráði atkvæðaseðil sinn við kosningu á kjörfundi eða við kosningu hjá utankjörfundarkjörstjóra.
 2. Ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs eða hefur kosið.
 3. Ef maður njósnar um hvernig kjósandi kýs eða hefur kosið.
 4. Ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða önnur forföll til að fá aðstoð við kosningu.
 5. Ef maður vanrækir af ásettu ráði að koma til skila atkvæðisbréfi sem honum hefur verið trúað fyrir eða tefur vísvitandi fyrir sendingu atkvæða og kjörgagna.
 6. Ef maður gefur ónákvæmar eða villandi upplýsingar um sig eða aðra á þann hátt sem greint er í d-lið 117. gr. (ákvæði í XX. kafla um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll), ef ekki liggur þyngri refsing við eftir öðrum ákvæðum laga um kosningar til Alþingis eða eftir öðrum lögum.
 7. Ef maður gefur út villandi kosningaleiðbeiningar.

Það varðar sektum nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum:

 1. Ef kjörstjórnarmaður eða utankjörfundarkjörstjóri njósnar um hvernig kjósandi kýs eða hefur kosið, eða gefur vísvitandi villandi kosningaleiðbeiningar.
 2. Ef kjörstjórnarmaður eða utankjörfundarkjörstjóri eða fulltrúi kjósanda, sem aðstoð veitir, segir frá því hvernig kjósandi sem hann hefur aðstoðað hefur greitt atkvæði.
 3. Ef kjörstjórnarmaður, utankjörfundarkjörstjóri eða sá sem tekið hefur að sér flutning kjörgagna samkvæmt 54. eða 95. gr. tefur fyrir að þau komist til skila.
 4. Ef maður torveldar öðrum sókn á kjörfund eða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
 5. Ef maður greiðir atkvæði á tveimur stöðum við sömu kosningar.
 6. Ef fulltrúi kjósanda samkvæmt 63. eða 86. gr. gerist fulltrúi annars kjósanda við sömu kosningu.
 7. Ef maður ber fé eða fríðindi á mann eða heitir manni fé eða fríðindum til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, eða ef maður sviptir mann eða ógnar manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni.
 8. Ef maður tekur fé eða fríðindi fyrir að greiða atkvæði, láta vera að greiða atkvæði eða að greiða atkvæði á ákveðinn hátt.

Það varðar fangelsi allt að fjórum árum:

 1. Ef maður beitir þvingunarráðstöfunum eða ofbeldi eða hótunum um ofbeldi til að raska kosningafrelsi manns, annaðhvort á þann hátt að meina honum að greiða atkvæði eða neyða hann til að greiða atkvæði á annan veg en hann vill.
 2. Ef maður vísvitandi rangfærir atkvæðagreiðslu, annaðhvort á þann hátt að glata atkvæði, breyta atkvæði, skemma eða glata atkvæðasendingu, búa til kjörseðla er líkjast mjög þeim sem notaðir eru við kosningu og hagnýtir þá sjálfur eða lætur þá frá sér til þess að aðrir geti hagnýtt þá, rugla úrslit talningar atkvæða eða á annan hátt.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum