Hoppa yfir valmynd

Aðstoð við atkvæðagreiðslu

Ef kjósandi er ekki fær um að kjósa hjálparlaust vegna sjónleysis eða þess að hann getur ekki ritað á kjörseðilinn með eigin hendi getur hann tilnefnt einn úr kjörstjórninni til að veita sér aðstoð í kjörklefanum, eða sé viðkomandi að greiða atkvæði utan kjörfundar óskað aðstoðar kjörstjóra.

Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem honum og kjósandanum fer þar á milli. Kjörstjórnarmanni og kjörstjóra er óheimilt að bjóða aðstoð að fyrra bragði en kjósandi getur óskað eftir henni.

Kjósandi getur jafnframt óskað eftir því að fulltrúi sem kjósandi hefur valið aðstoði sig og skal kjörstjórnin eða kjörstjóri, sé um kosningu utankjörfundar að ræða, verða við því ef kjósandi getur með skýrum hætti tjáð þann vilja sinn. Þótt kjósandi geti ekki með skýrum hætti tjáð kjörstjórn eða kjörstjóra þann vilja þinn skal heimila fulltrúanum að aðstoða kjósanda við atkvæðagreiðsluna. Þá þarf kjósandi að leggja fram vottorð réttindagæslumanns, sem starfar samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, þar sem staðfest er að kjósandi hafir valið þennan tiltekna fulltrúa til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Sjá lista yfir réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk á eftirfarandi vefslóð:

Þessum fulltrúa er óheimilt að aðstoða fleiri en einn kjósanda með þessum hætti við hverjar kosningar. Fulltrúinn er bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem honum og kjósanda fer á milli við atkvæðagreiðsluna. Í því skyni staðfestir hann heit sitt áður en atkvæði er greitt með undirritun á sérstakt eyðublað.

Eyðublöð:

Uppfylli kjósandi ekki framangreind skilyrði verður ekki af atkvæðagreiðslu með þessum hætti. Gera skal grein fyrir ákvörðun kjörstjórnar/kjörstjóra með tilgreindum ástæðum. Ákvörðunin er endanleg. Heimili kjörstjórn/kjörstjóri fulltrúa að aðstoða kjósandann við atkvæðagreiðsluna skal kjörfundi haldið áfram. Fulltrúi kjósanda er bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem honum og kjósanda fer á milli við atkvæðagreiðsluna. Í því skyni staðfestir hann heit sitt áður en atkvæði er greitt með undirritun á sérstakt eyðublað. Fulltrúa kjósandans er óheimilt að gerast fulltrúi annars kjósanda við sömu kosningu.

Síðast uppfært: 13.8.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum