Hoppa yfir valmynd

Spurningar og svör fyrir kjósendur

Já, en hins vegar mega frambjóðandi og hans maki, börn og foreldrar ekki veita kjósanda aðstoð.

Nauðsynlegt er að kjósandi geti gert grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríki eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra áður en hann fær afhentan kjörseðil. Algengast er að kjósandi framvísi svokölluðum kennivottorðum, þ.e. persónuskilríki með nafni og mynd og eftir atvikum undirskrift, svo sem vegabréfi, ökuskírteini, greiðslukorti eða nafnskírteini.

Ef slíkum kennivottorðum er ekki til að dreifa getur kjósandi gert grein fyrir sér á annan hátt, t.d. með því að leiða vitni sem kjörstjórn/kjörstjóri tekur gild. Það er komið undir mati kjörstjórnar/kjörstjóra hverju sinni hvenær kjósandi telst hafa gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt.

Meginreglan er að til að geta kosið í sveitarstjórnarkosningum verður viðkomandi að hafa skráð lögheimili á Íslandi 38 dögum fyrir kjördag, þ.e. 6. apríl 2022. Undantekning frá meginreglunni eru námsmenn á Norðurlöndunum. Þeir halda kosningarréttinum þó þeir hafi skráð lögheimili á hinum Norðurlöndunum. Þeir þurfa hins vegar að sækja um að verða teknir á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands.

Umsókn um að verða tekinn á kjörskrá skal senda rafrænt á eyðublaði K-101 sem er að finna á vef Þjóðskrár Íslands. Nauðsynlegt er að sýna fram á staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar, sambúðarmakar og börn námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun til viðkomandi námsmanns. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar og umsókn þarf að hafa borist 40 dögum fyrir kjördag.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Þjóðskrár Íslands www.skra.is.

Já, kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á kjördag þótt hann hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og kemur atkvæðaseðillinn utan kjörfundar þá ekki til greina við kosninguna. Jafnframt getur kjósandi kosið oftar en einu sinni utan kjörfundar og ræður þá dagsetning fylgibréfs með síðasta greidda atkvæðinu.
Einstaklingur er ekki tekinn á kjörskrá í tilteknu sveitarfélagi nema hann hafi verið skráður með lögheimili í því samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 38 dögum fyrir kjördag sem er 14. maí, viðmiðunardagur kjörskrár er því 6. apríl 2022. Það er því hin opinbera skráning í þjóðskrá sem gildir. Ekki er hægt að taka mann á kjörskrá í sveitarfélagi hafi honum láðst að tilkynna nýtt lögheimili til Þjóðskrár Íslands fyrir fyrrgreindan viðmiðunardag kjörskrár.

Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.

Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans. Kjósandi má ekki hagga neitt við listum sem hann kýs ekki, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð. Ef hann gerir slíkar breytingar telst atkvæðaseðillinn ógildur.

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022 og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum.

Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með skriffæri sem kjörstjórn leggur til X í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa.

Með orðalaginu að marka kross á kjörseðilinn er átt við bókstafinn x, en táknið + væri jafngilt. Ef merking er með öðrum hætti metur kjörstjórn hvort áletrunin er slík að meta skuli seðilinn ógildan samkvæmt ákvæðum kosningalaga.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis er alfarið í höndum utanríkisráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2022/framkvaemd-kosninga/utanrikisraduneytid/. Atkvæðagreiðslan fer fram í öllum sendiráðum og einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Listi yfir staðsetningu sendiráða og ræðismanna og nánari upplýsingar er að finna á kosning.is https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2022/framkvaemd-kosninga/utanrikisraduneytid/kjorstjorar-erlendis/

Samkvæmt kosningalögum þurfa allir kjósendur að gefa sig persónulega fram hjá kjörstjóra. Hvorki bréfkosning né rafræn kosning er heimil.

Ef atkvæðið er greitt hjá sýslumanni í umdæmi þar sem kjósandi er á kjörskrá þá skilur hann þar eftir bréf með atkvæði sínu og skal hann sjálfur láta bréfið í atkvæðakassa. Ef atkvæðið er greitt hjá sýslumanni í öðru umdæmi en því sem kjósandi er á kjörskrá þá annast hann og kostar sjálfur sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst á kostnað kjósanda.

Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess sveitarfélags þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Kjósendur á erlendri grundu bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila á Íslandi. Senda skal atkvæði til kjörstjórnar í því sveitarfélagi þar sem kjósandi telur sig vera á kjörskrá.

Hægt er að senda utankjörfundaratkvæði með pósti eða koma því á einhvern annan hátt í hendur hlutaðeigandi kjörstjórnar en það verður að berast fyrir lok kjörfundar á kjördag svo hægt sé að taka það til greina við kosninguna. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess sveitarfélags þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Kosningalögin gera ekki ráð fyrir því, ef til slíks kæmi, væri það kjörstjórnar að taka ákvörðun um það.

Eftir lok framboðsfrest hefur yfirkjörstjórn þrjá sólarhringa og 4 klst. til að úrskurða um gildi þeirra, skv. 2. mgr. 46. gr. kosningalaga.

Framboðin skal auglýsa á vef sveitarfélaga og á vef landskjörstjórnar sbr. reglugerð nr. 330/2022 um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar. https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=ae9f3d90-b0f1-446c-9d4e-183c43426d7c Yfirkjörstjórn sveitarfélags er heimilt að auglýsa framboðslista við sveitarstjórnarkosningar víðar, svo sem í staðarblöðum, dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum.

Persónuvernd hefur úrskurðað að ekki skuli veita aðgang að meðmælendalistum með framboði, sbr. álit Persónuverndar í máli nr. 2014/898 og úrskurð í máli nr. 2014/911, þar sem yfirlýsingar um stuðning við tiltekinn framboðslista við kosningar feli í sér upplýsingar um stjórnmálaskoðanir og innihaldi þar með viðkvæmar persónuupplýsingar.

Yfirkjörstjórn þarf að útvega sér vandaða fundagerðarbók með tölusettum blaðsíðum. Löggilding fer þannig fram með áritun framkvæmdstjóra landskjörstjórnar, sem hefur fengið til þess umboð frá landskjörstjórn. Áritun fer fram á saurblað bókarinnar eða á fyrstu blaðsíðuna í bókinni og felur í sér að bókin sé löggilt sem gerðabók viðkomandi yfirkjörstjórnar.

Hafið samband við landskjörstjórn í síma 830 5800 til þess að fá nánari upplýsingar. Það tekur ekki langan tíma að árita gerðabókina og það væri hægt að bíða á meðan. Aðsetur landskjörstjórnar er í Skuggasundi 3 í Reykjavík. Landskjörstjórn getur póstsent bókina eftir að áritun hefur farið fram en hentugar væri að koma bókinni til landskjörstjórnar og taka hana svo til baka að áritun lokinni.

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér, svo sem með því að framvísa persónuskilríkjum með nafni, kennitölu og mynd, svo sem vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar.

Nei, það er ekki gert ráð fyrir því. Sumar kjörstjórnir hafa komið sér upp slíkum búnaði.

Já, strikamerkið prentast sjálfkrafa út úr kerfi sem sýslumenn nota til að skrá utankjörfundaratkvæði.

Af nýjum kosningalögum leiðir að breytingar verða á fylgibréfi og á sendiumslagi við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Á framhlið sendiumslags er það áritað til kjörstjórnar í sveitarfélagi – ekki til sýslumanns. Á bakhlið sendiumslags eru kennitala kjósanda einu persónuupplýsingarnar. Þar birtist einnig strikamerki sem inniheldur kennitölu. Auk þess er bakhlið árituð með upplýsingum um sveitarfélag auk númers á kjörstað og kjördeild sem eru upplýsingar sem koma úr kjörskrá (kjördeildakerfi sveitarfélaga).

Já það er rétt, ekki er um staðfestingu sveitarstjórnar að ræða. Þjóðskrá Íslands gefur út kjörskrá og tekur ákvarðanir um töku einstaklinga á kjörskrá.

Já, kjósendum sem ekki geta greitt atkvæði á kjörfundi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra í síðasta lagi kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag á sérstöku eyðublaði. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans.

Skv. 13. gr. kosningalaga veita yfirkjörstjórnir og landskjörstjórn almenningi, frambjóðendum, fjölmiðlum, kjörstjórnum og öðrum sem annast framkvæmd kosninga upplýsingar, fræðslu og leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnarkosningar. Á kosningavefnum, kosning.is eru grunnupplýsingar á ensku og einnig verða veggspjöld með kosningaleiðbeiningum gefin út á ensku. Myndbönd sem lýsa kosningu á kjörfundi og utankjörfundar eru gefin út á ensku og íslensku, þau eru jafnframt textuð og með táknmálstúlkun. Þá er að finna ýmsar upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar á vef Fjölmenningarseturs, www.mcc.is.

Dæmi 1:

Kjósandi kýs á kjörfundi og eftir það kýs hann einnig á utankjörfundi. Utankjörfundaratkvæði hans berst þá ekki fyrr en eftir kl. 17 á kjörfundinn og við yfirferð utankjörfundaratkvæða eftir lok kjörfundar þá kæmi þetta upp. Er þá utankjörfundaratkvæðið, greitt á eftir kjörfundaratkvæðinu í kassanum, ógilt?

 • Í 67. gr. kosningalaga segir „Kjósandi, sem greitt hefur atkvæði utan kjörfundar, getur greitt atkvæði á kjörfundi og kemur utankjörfundarseðill hans þá ekki til greina við kosninguna.“

 Dæmi 2:

Ef í sveitarfélaginu er utankjörfundur og einstaklingur á kjörskrá annars staðar kýs rétt fyrir kl. 17 á kjördag, hver ber ábyrgð á því að koma atkvæðinu í rétta kjördeild í Reykjavík?

 • Kjósandi sem greiðir atkvæði utankjörfundar í umdæmi þar sem hann er ekki á kjörskrá ber ábyrgð á að koma atkvæði sínu til þess sveitarfélags þar sem hann er á kjörskrá.

Hagstofa Íslands sér um gagnaöflun um kjörsókn o.fl. og veitir nánari upplýsingar. 

Yfirkjörstjórn kjördæmis og yfirkjörstjórn sveitarfélags útbúa sérstök skilríki fyrir umboðsmenn samkvæmt nánari fyrirmælum landskjörstjórnar.

Fyrirmæli landskjörstjórnar um útgáfu skilríkja eru á kosningavefnum: https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2022/frettir/frett-sveit.-2022/2022/04/11/Fyrirmaeli-landskjorstjornar-um-skilriki-umbodsmanna/

Um réttindi og skyldur umboðsmanna er fjallað í X. kafla kosningalaga. Í 55. gr. laganna kemur m.a. fram að umboðsmönnum er óheimilt að bera í kjörfundarstofu eða hafa á brott með sér gögn er varða kosninguna og óheimilt er að taka upp, mynda eða miðla með öðrum hætti upplýsingum um það sem fram fer í kjörfundarstofu. Sama gildir um kosningarathöfn utan kjörfundar.

Hér þarf að skoða samspil 18. gr. og 39. gr. kosningalaga. Hafi kjörstjórnarmaður skráð sig sem meðmælanda með framboði má líta svo á að það leiði til þess að nöfn þeirra eru ekki tekin gild á þessum listum (eru strokuð út). Það varði að öðru leyti ekki hæfi þeirra til að gegna starfi sínu sem fulltrúar í kjörstjórn. Ákvæði 18. gr. um hæfi kjörstjórnarmanna virðast eingöngu ná til þessara tengsla við frambjóðendur, ekki til þess hvort viðkomandi kjörstjórnarfulltrúi hafi skrifað sig sem meðmælanda. Ritun kjörstjórnarfulltrúa á meðmælendalista og orðalag 39. gr. bendir til þess að þessi meðmæli hafi fyrst og fremst áhrif á gildi framboðslistans frekar en hæfi kjörstjórnarfulltrúans.

Af orðalagi 18. gr. kosningalaga má ráða að reglurnar eigi við almennt um hæfi kjörstjórnarmanns. Það þýðir að ef í ljós kemur að einhver situr í kjörstjórn og háttar svo um hagi hans sem segir í 18. gr. þá telst hann vanhæfur skv. 18. gr. til setu í kjörstjórn og ber að víkja sæti. Kosningalögin gilda að sama skapi um varamenn sem teljast vanhæfir. Í orðalagi 3. mgr. 17. gr. felst að þótt einhver sé varamaður þá teljist hann engu að síður skipaður í kjörstjórn rétt eins og aðalmaður.

 • Getur kjörstjórnarfólk starfað en ekki verið við að afhenda kjörseðla þegar mægður aðili er að greiða atkvæði?
  • Hæfisreglur 18. gr. eiga við um tengsl kjörstjórnarmanns og frambjóðanda. Ef þau tengsl eru fyrir hendi þarf kjörstjórnarmaður að víkja sæti og er þá ekki lengur í kjörstjórn.
 • Við flokkun utankjörfundaratkvæða og við talningu atkvæða geta aðilar sem eru mægðir frambjóðendum starfað?
  • Hæfisreglur 18. gr. eiga við um tengsl kjörstjórnarmanns og frambjóðanda. Ef þau tengsl eru fyrir hendi þarf kjörstjórnarmaður að víkja sæti og er þá ekki lengur í kjörstjórn.
 • Má viðkomandi aðstoða á kjörfundi á kjördag, þ.e. merkja við í kjörskrá, útdeila atkvæðaseðlum eða aðstoða við talningu, ef viðkomandi kemur ekki að ákvörðunum kjörstjórnar ?
  • Hæfisreglur 18. gr. eiga við um tengsl kjörstjórnarmanns og frambjóðanda. Ef þau tengsl eru fyrir hendi þarf kjörstjórnarmaður að víkja sæti og er þá ekki lengur í kjörstjórn.
 • Geta vanhæfir varamenn kjörstjórnar starfað sem almennir starfsmenn á kjörfundi?
  • Varamenn í kjörstjórn teljast hluti skipaðrar kjörstjórnar skv. 17. gr. Ef þeir teljast vanhæfir þá ber þeim að víkja úr kjörstjórn.
 • Ef einstaklingur í kjörstjórn er í uppstillingarnefnd fyrir framboðslista en kemur að öðru leyti ekkert að framboðinu. Orsakar það vanhæfi hans?
  • Líta verður svo á að hæfisreglur 18. gr. séu tæmandi þegar kemur að tengslum kjörstjórnarmanns og frambjóðanda. Séu tengslin skv. 18. gr. ekki fyrir hendi þá þarf viðkomandi ekki að víkja sæti úr kjörstjórn.
 • Ef maki eða barn kjörstjórnarmanns skrifar undir meðmæli á lista. Orsakar það vanhæfi hans?
  • Líta verður svo á að hæfisreglur 18. gr. séu tæmandi þegar kemur að tengslum kjörstjórnarmanns og frambjóðanda. Séu tengslin skv. 18. gr. ekki fyrir hendi þá þarf viðkomandi ekki að víkja sæti úr kjörstjórn. Að maki eða barn kjörstjórnarmanns skrifi undir meðmælendalista orsakar því ekki vanhæfi hans.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa á kjörstað eða innan kjördeilda skulu hafa samband við viðkomandi sveitarfélag.
Auk sveitarstjórna og kjörstjórna koma að framkvæmd sveitarstjórnarkosninga ýmsir opinberir aðilar, svo sem landskjörstjórn, dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, sýslumenn og Þjóðskrá Íslands.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum