Framboð - leiðbeiningar
Þegar alþingiskosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt til yfirkjörstjórnar þeirrar sem í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag en yfirkjörstjórn skal auglýsa hvar hún tekur við framboðslistum.
Tilkynningin getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.
Á framboðslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Þingsæti eru 63 og skiptast þannig milli kjördæma:
Norðvesturkjördæmi | 8 þingsæti |
Norðausturkjördæmi | 10 þingsæti |
Suðurkjördæmi | 10 þingsæti |
Suðvesturkjördæmi | 13 þingsæti |
Reykjavíkurkjördæmi suður | 11 þingsæti |
Reykjavíkurkjördæmi norður | 11 þingsæti |
Hverjum framboðslista skal fylgja yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Yfirlýsing frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á framboðslista getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.
Framboðslista skal og fylgja meðmælendalistar þar sem kjósendur í hlutaðeigandi kjördæmi lýsa yfir stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er boðinn fram.
Framboð - leiðbeiningar
Sjá einnig...
Lög og reglugerðir
Leiðbeiningar o.fl.
Eyðublöð
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.