Hoppa yfir valmynd

Meðmælendalistar

Framboðslista skal fylgja yfirlýsing um stuðning við listann og fyrir hvaða framboðslista hann er boiðinn fram frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Söfnun meðmæla um stuðning við framboðslista og fyrir hvaða stjórnmálasamtök framboðslisti er boðinn fram getur farið fram skriflega eða rafrænt.  Rafræn söfnun meðmæla fer fram á Ísland.is. Við innskráningu þarf að nota rafræn skilríki. Áður en rafræn söfnun meðmæla með framboðslista getur hafist skulu hlutaðeigandi stjórnmálasamtök tilkynna dómsmálaráðuneytinu hver hafi fyrir þeirra hönd heimild til þess að stofna söfnunina. Tilkynna skal einn aðalmann og einn til vara og tilgreina fullt nafn og kennitölu viðkomandi. Þegar tilkynning berst ráðuneytinu skal það eins fljótt og auðið er tryggja að unnt sé að hefja söfnun meðmæla á Ísland.is.
Eyðublað sem hægt er nota til að safna undirskriftum á, kjósi stjórnmálsamtökin að safna meðmælum á pappír, er að finna hér. 

Eyðublað:  

Meðmælandi skal tilgreina nafn sitt, kennitölu og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. 

Yfirlýsing meðmælenda er einnig yfirlýsing um það fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram. Allir listar, sem bornir eru fram fyrir sömu stjórnmálasamtök, eiga saman þegar jöfnunarsætum er úthlutað skv. 108. gr. laga um kosningar til Alþingis. Ef fyrrgreinda yfirlýsingu vantar telst listi vera sérstakt framboð.

Í lögum um kosningar til Alþingis er ekki kveðið á um það hvenær heimilt sé að byrja söfnun meðmælenda með framboðslistum. Hins vegar er til þess að líta að yfirlýsing kjósanda, sbr. 32. gr. kosningalaga, er yfirlýsing um stuðning við ákveðinn framboðslista sem borinn er fram af ákveðnum stjórnmálasamtökum.

Stuðningsyfirlýsing skv. 32. gr. kosningalaga er afhent yfirkjörstjórn í viðkomandi kjördæmi samhliða framboðslistanum og yfirlýsing frambjóðenda um að þeir taki sæti á listanum og það er yfirkjörstjórnar að yfirfara stuðningsyfirlýsingarnar. Þjóðskrá Íslands er heimilt, að beiðni yfirkjörstjórnar, að samkeyra meðmælendalista framboðsaðila við þjóðskrá að fullnægðum heimildum laga sem um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga gilda hverju sinni, í því skyni að kanna hvort viðkomandi sé kosningarbær.

Reglugerð um söfnun meðmæla við kosningar til Alþingis o.fl.

Óheimilt er að dreifa meðmælendalistum eða þeim upplýsingum sem þar koma fram.

Sjá álit Persónuverndar í máli nr. 2014/898,

https://www.personuvernd.is/urlausnir/nr/1905

og úrskurð Persónuverndar í máli nr. 2014/911,
https://www.personuvernd.is/urlausnir/nr/1904

Síðast uppfært: 5.4.2022 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum