Hoppa yfir valmynd

Sýslumenn

Atkvæðagreiðsla hjá sýslumönnum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum hérlendis. Upplýsingar um embætti sýslumanna er hægt að nálgast hér: https://www.syslumenn.is/. Sýslumenn geta ákveðið að atkvæðagreiðsla skuli fara fram á aðalskrifstofu þeirra eða í útibúi. Þá getur sýslumaður ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum kjörstað utan aðalskrifstofunnar, svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í umdæmi hans. Einnig ákveður hann hverjir skulu vera kjörstjórar og ræður aðra trúnaðarmenn til þeirra starfa.

Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á stofnunum, í fangelsum, í heimahúsi og svo framvegis

Kjósanda sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða atkvæði þar. Með sama hætti fer um vistmenn í fangelsi. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag.
Þá sjá sýslumenn um framkvæmd utankjörfundarkosninga í heimahúsum en kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, samanber framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi sýslumann eigi síðar en tveimur dögum fyrir kjördag.

Síðast uppfært: 12.8.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum