Hoppa yfir valmynd

Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands sér um gerð kjörskrárstofna. Á kjörskrárstofni eru allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir eru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag og náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram. Enn fremur eru á kjörskrárstofni þeir íslenskir ríkisborgarar sem lögheimili eiga erlendis en eiga kosningarrétt samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis.

Þjóðskrá Íslands er heimil vinnsla persónuupplýsinga við gerð kjörskrárstofna að fullnægðum heimildum laga sem um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga gilda hverju sinni.

Sjá nánar um kjörskrá hér: 

  • Kjörskrá
  • Fyrirspurnum varðandi kjörskrá ber að beina til Þjóðskrár Íslands, [email protected]

Eftir viðmiðunardag kjörskrár geta kjósendur kynnt sér hér á vefnum og á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is hvar þeir eru á kjörskrá. 

Erlendir ríkisborgarar

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við alþingiskosningar. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarrétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, það er þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.

Íslendingar búsettir erlendis

  • Íslenskir ríkisborgarar sem búið hafa erlendis skemur en átta ár.
    Íslenskir ríkisborgarar, sem náð haf 18 ára aldri og átt hafa lögheimili hér á landi, eiga kosningarrétt í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þessir einstaklingar eru teknir á kjörskrárstofn, án umsóknar, í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu síðast skráð lögheimili.
  • Íslenskir ríkisborgarar sem búið hafa erlendis lengur en í átta ár.
    Íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili erlendis lengur en í átta ár, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, og náð hafa 18 ára aldri á kjördag verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands að verða teknir á kjörskrá. Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember ári áður en kosningar fara fram. Þessir einstaklingar eru teknir á kjörskrárstofn í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu síðast skráð lögheimili, samanber b-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
  • Umsókn íslensks ríkisborgara sem búsettur er erlendis um að verða tekinn á kjörskrá á Íslandi, sjá umsóknareyðublöð á vef Þjóðskrár Íslands.
Síðast uppfært: 15.4.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum