Hoppa yfir valmynd

Skil meðmælendalista

Yfirkjörstjórnir hafa tilkynnt ráðuneytinu um að þær komi saman til fundar á eftirtöldum stöðum til að veita viðtöku meðmælendalistum til embættis forseta Íslands og jafnframt fara yfir rafræna skráningu meðmælenda:

Reykjavíkurkjördæmi norður og suður:

18. og 20. maí 2020, kl. 12.00 - 14.00 báða dagana í fundarsal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu.

Norðvesturkjördæmi:

19. maí 2020, kl. 13.00 - 14.00 að Borgarbraut 61 í Borgarnesi, 2. hæð, Lögmannsstofu Inga Tryggvasonar.

Norðausturkjördæmi:

20. maí 2020, kl. 10.00 - 12.00 að Setbergi í Hofi á Akureyri.

Suðurkjördæmi:

18. maí 2020, kl. 16.00 - 17.00 í dómsal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4 á Selfossi.

Suðvesturkjördæmi:

15. maí 2020, kl. 13.00 - 15.00 í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Mæli einstaklingur með fleiri en einum frambjóðanda verður nafn hans fjarlægt sem meðmælanda með öllum frambjóðendum. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista, séu þeir ritaðir á pappír. Óskað er eftir því að þeir listar séu blaðsíðusettir. Unnt er nálgast eyðublöð fyrir meðmælendur eftir landsfjórðungum á kosning.is. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á Ísland.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar.

Heimilt er að safna meðmælendum með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á Ísland.is, en allar nánari upplýsingar um það er unnt að nálgast á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Lokað verður fyrir rafræna söfnun meðmælenda kl. 23.59 hinn 19. maí 2020. Ef nauðsynlegt er að safna meðmælum eftir þann tíma, skal sú söfnun einungis fara fram á pappír. Slíkum meðmælum skal skila til viðkomandi yfirkjörstjórnar samkvæmt samkomulagi við hana.

Í framhaldi af móttöku og yfirferð yfirkjörstjórna á meðmælendum munu þær gefa út vottorð um meðmælendur forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands. Yfirkjörstjórn gefur eingöngu út vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi.

Frekari upplýsingar um framboð til forseta Íslands er unnt að nálgast á kosning.is.

Framboð - leiðbeiningar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum