Hoppa yfir valmynd

Hæstiréttur Íslands

Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945 er getið um sérstakt hlutverk Hæstaréttar Íslands við forsetakjör.

Við forsetakjör hefur Hæstiréttur eftirfarandi verkefni:

  • Tekur við skjölum frá dómsmálaráðuneytinu vegna framboða
    Framboðsfrestur til forsetakjörs rann út á miðnætti 22. maí 2020. Dómsmálaráðuneytið skal innan viku auglýsa í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir séu í kjöri til forsetaembættisins. Jafnframt afgreiðir ráðuneytið til Hæstaréttar skjöl um framboð til forsetakjörs. Framboðunum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda sem vottaður skal af viðkomandi yfirkjörstjórnum um að meðmælendurnir séu kosningarbærir. Hæstiréttur sker úr ágreiningi um kjörgengi forsetaefnis.
  • Úrskurðar ef frambjóðandi deyr fyrir kosningu
    Ef forsetaefni deyr áður en kosning fer fram, en eftir að framboðsfrestur er liðinn, má annað forsetaefni gefa kost á sér í stað hins, ef fullur helmingur meðmælenda hins látna er meðal meðmælenda hans. Annars úrskurðar Hæstiréttur um það, hvort fresta þarf kosningu vegna andláts forsetaefnis og undirbúa kosningu að nýju.
  • Tekur við kjörgögnum frá yfirkjörstjórnum
    Hæstiréttur notar sérstaka gerðabók við forsetakjör en undirkjörstjórnir og yfirkjörstjórnir nota sömu gerðabækur og við alþingiskosningar. Að lokinni talningu atkvæða við forsetakjör senda yfirkjörstjórnir Hæstarétti eftirrit af gerðabókum sínum ásamt þeim kjörseðlum sem ágreiningur hefur verið um. Þegar Hæstiréttur hefur fengið í hendur eftirrit gerðabóka allra yfirkjörstjórna og ágreiningsseðla, boðar rétturinn forsetaefni eða umboðsmenn þeirra til fundar, þar sem hann úrskurðar um gildi ágreiningsseðlanna.
  • Hæstiréttur tilkynnir úrslit kosninganna
    Hæstiréttur lýsir úrslitum kosninganna og gefur út kjörbréf handa því forsetaefni, sem hæstri atkvæðatölu hefur náð. Hæstiréttur sendir forsætisráðherra og forseta Alþingis staðfest eftirrit af kjörbréfi forseta.
  • Ef aðeins einn er í kjöri til forsetaembættis
    Ef aðeins einn maður hefur verið í kjöri til forsetaembættisins er hann rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægir hann kjörgengisskilyrðum. Hæstiréttur gefur þá út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.
  • Kærur vegna forsetakjörs
    Kærur um ólögmæti forsetakjörs, aðrar en refsikærur, skulu sendar Hæstarétti eigi síðar en 5 dögum fyrir fund Hæstaréttar með forsetaefnum eða umboðsmönnum þeirra, þar sem rétturinn úrskurðar um gildi ágreiningsseðlanna að lokinni talningu atkvæða.

 
Póstfang Hæstaréttar:
Hæstiréttur Íslands
Dómhúsinu við Arnarhól
150 Reykjavík
Sími: 510 3030.
Netfang: [email protected]
Veffang: www.haestirettur.is

Skrifstofustjóri Hæstaréttar er Þorsteinn A. Jónsson
Netfang: [email protected]

 

 

Síðast uppfært: 22.6.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum