Hoppa yfir valmynd

Sérstakar kjörstjórnir sveitarfélaga

Í 2. mgr. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis, segir að í sveitarfélagi þar sem kjördeildir séu fleiri en ein geti sveitarstjórn kosið sérstaka þriggja manna kjörstjórn til að hafa umsjón með starfi undirkjörstjórna. Þar sem kjördeildir séu fleiri en ein á sama kjörstað þá skuli sveitarstjórn kjósa þriggja manna hverfiskjörstjórn til að hafa með höndum stjórn undirkjörstjórna á kjörstaðnum. Ef slíkir kjörstaðir eru fleiri en einn þá skal sveitarstjórn á sama hátt kjósa sérstaka yfirkjörstjórn sveitarfélagsins. Með samþykki yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæma getur borgarstjórn ákveðið að þær kjörstjórnir fari með verkefni yfirkjörstjórnar í hvoru kjördæmi í Reykjavíkurborg.

Allar þessar kjörstjórnir skulu reiðubúnar að koma fyrirvaralaust á fund á kjördag til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna ef með þarf.

Kjörgögn

Móttaka kjörgagna
Þar sem kosnar eru sérstakar kjörstjórnir getur yfirkjörstjórn afhent þeim kjörseðla óflokkaða fyrir kjördeildir og annast þær þá afhendingu kjörseðlanna til undirkjörstjórna.

Atkvæðagreiðsla á kjörfundi

Flokkun utankjörfundaratkvæða fyrir kjördag
Sérstakri kjörstjórn er heimilt að hefja flokkun utankjörfundaratkvæða daginn fyrir kjördag þannig að atkvæðisbréf verði afhent í rétta kjördeild á kjördag.

Vottorð um afsal kosningarréttar
Kjósandi getur afsalar sér kosningarrétti á kjördag, í kjördeild þar sem nafn hans er á kjörskrá, með því að undirrita beiðni á sérstakt eyðublað og að kjörstjórn á þeim kjörstað sem kjósandi óskar að neita atkvæðisréttar staðfesti slíkt afsal með undirritun oddvita eða tveggja kjörstjórnarmanna. Einnig getur kjósandi afsalað sér kosningarrétti fyrir kjördag en slíkt er þó mjög fátítt. Vottorðið skal síðan fylgja í frumriti til yfirkjörstjórnar þeirrar kjördeildar, þar sem það er lagt fram og notað.

Um störf sérstakra kjörstjórna við kosningaathöfnina sjálfa er vísað til umfjöllunar í kafla um undirkjörstjórnir.

Síðast uppfært: 22.6.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum