Hoppa yfir valmynd

Sveitarstjórnir

Sveitarstjórn hvers sveitarfélags sér um gerð kjörskrár, kosningu undirkjörstjórna og sérstakra kjörstjórna og skiptingu sveitarfélags í kjördeildir.

Kjördeildir

Skipting sveitarfélags
Hverju kjördæmi skal skipt í kjördeildir og er hvert sveitarfélag ein kjördeild nema sveitarstjórn ákveði að skipta því í fleiri kjördeildir. Kjördeildir skal að jafnaði kenna við kjörstað eða tölusetja til aðgreiningar.

Kjörstjórnir

Kosning undirkjörstjórna og sérstakra kjörstjórna
Sveitarstjórn kýs undirkjörstjórn í hverja kjördeild, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Einnig geta sveitarstjórnir kosið sérstakar kjörstjórnir.

Kjörskrár

Gerð kjörskrár
Sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna frá Þjóðskrá Íslands. Aðeins þeir sem eru á kjörskrá þegar kosning fer fram geta neytt kosningaréttar. Kjörskrá skal lögð fram almenningi til sýnis eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag, miðvikudaginn 17. júní 2020.

Hverjir eru teknir inn á kjörskrá?
Þeir íbúar sveitarfélags sem uppfylla öll kosningaréttarskilyrði á viðmiðunardegi kjörskrár sem er þremur vikum fyrir kjördag, 6. júní 2020.

Framlagning kjörskrár

Þegar kjörskrá hefur verið samin skal hún undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra sveitarfélags. Kjörskrá skal liggja frammi almenningi til sýnis í minnst tíu daga fyrir kjördag, frá 17. júní 2020. Algengast er að hún liggi frammi á skrifstofum sveitarfélaganna á almennum skrifstofutíma og er sveitarstjórn falið að auglýsa framlagningarstað.

Athugasemdir við kjörskrá

Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag.

Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Viðkomandi skal þá veittur frestur, eftir atvikum, til að koma athugasemdum á framfæri. Ef til ágreinings kemur ritar sveitarstjórn úrskurð í gerðabók sína.Tilefni slíkra leiðréttinga er einkum öflun eða missir íslensks ríkisfangs eða andlát á tímabilinu frá viðmiðunardegi kjörskrár til kjördags. Slíkar leiðréttingar má gera fram á kjördag.

Óheimilt er að breyta kjörskrá vegna breytts lögheimilis hafi tilkynning um nýtt lögheimili ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir viðmiðunardag kjörskrár, 6. júní 2020.

Kjörstaðir

Ákvörðun kjörstaðar
Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við forsetakosningarnar 27. júní. Mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Dómsmálaráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um kjörstaði og tengt í slíkar upplýsingar á vefsíðum sveitarfélaga eftir því sem þær hafa borist.

 

Síðast uppfært: 7.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum