Hoppa yfir valmynd

Kjördæmi og kjörstaðir

Kjördæmi

Mörk kjördæma við forsetakosningarnar 27. júní 2020 verða þau sömu og við alþingiskosningarnar 28. október 2017, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945.

Norðvesturkjördæmi
Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

Norðausturkjördæmi
Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur.

Suðurkjördæmi
Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurbær, Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.

Suðvesturkjördæmi
Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Reykjavíkurkjördæmi suður og norður

Í forsetakosningum skal miða skiptingu Reykjavíkur í suðurkjördæmi og norðurkjördæmi eins og hún var við síðustu Alþingiskosningar. Fyrir kosningar til Alþingis þann 28. október 2017 ákvað Landskjörstjórn að mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík væru eftirfarandi: Frá vestri til austurs skiptir Hringbraut, Miklabraut, Ártúnsbrekka og Vesturlandsvegur kjördæmunum þar til komið er að punkti á móts við Sóltorg í Grafarholti. Grafarholtshverfi skiptist áfram milli suður- og norðurkjördæmis um Kristnibraut og Gvendargeisla og Ingunnarskóli verður kjörstaður fyrir bæði kjördæmin í Grafarholti. Kjalarnes tilheyrir síðan Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kjörstaðir

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við forsetakosningarnar 27. júní nk. Mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Dómsmálaráðuneytið safnar saman upplýsingum um kjörstaði og tengir í slíkar upplýsingar á vefsíðum sveitarfélaga eftir því sem þær berast.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum