Hoppa yfir valmynd

Spurningar og svör fyrir kjósendur

Ekki er heimilt að verða við beiðni um heimakosningu sem borin er fram á kjördag. Slík beiðni þarf að berast hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en klukkan 16 tveimur dögum fyrir kjördag, þ.e. 23. september 2021

Hvorki bréfkosning né rafræn kosning er heimil. Kjósandi sem ætlar að kjósa utan kjörfundar veður að mæta til kjörstjóra og gera grein fyrir sér, svo sem með því að framvísa skilríkjum (t.d. ökuskírteini eða vegabréfi) eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra. Sjá nánar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, samanber framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 6. júní 2020, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þ.e. 23. júní 2020, fyrir klukkan 16.

Leiðbeiningar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra o.fl.

Umsóknareyðublað um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi

Nei, kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á kjördag þótt hann hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og kemur utankjörfundaratkvæði hans þá ekki til greina við kosninguna.

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við forsetakosningarnar 27. júní 2020. Mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Dómsmálaráðuneytið safnar saman upplýsingum um kjörstaði og tengir í slíkar upplýsingar á vefsíðum sveitarfélaga eftir því sem þær berast.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis er alfarið í höndum utanríkisráðuneytisins. Hægt er að kjósa á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða hjá kjörræðismanni samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu kjörgagna til kjörstjóra erlendis og auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla geti farið fram. Lista yfir staðsetningu sendiráða og ræðismanna og nánari upplýsingar er að finna á stjornarradid.is/sendiskrifstofur/.

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar, geta óhjákvæmilega komið upp þau tilvik, vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum erlendis verði takmarkað. Kjósendum er bent á að hafa samband við sendiskrifstofur og/eða sendiherra sem hafa yfirlit yfir hvar er unnt að kjósa.

Framkvæmd forsetakjörs er samvinnuverkefni nokkurra opinberra aðila. Má þar nefna dómsmálaráðuneytið, Þjóðskrá Íslands, utanríkisráðuneytið, sveitarstjórnir, sýslumenn, kjörstjórnir og Hæstarétt Íslands.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa á kjörstað eða innan kjördeilda á kjördag skulu hafa samband við viðkomandi sveitarstjórn.

Ef atkvæði er greitt hjá kjörstjóra í umdæmi þar sem kjósandi er á kjörskrá þá getur hann skilið atkvæðabréfið þar eftir og látið það sjálfur í atkvæðakassa sem er á kjörstað.

Ef atkvæði er greitt hjá kjörstjóra í öðru umdæmi en því sem kjósandi er á kjörskrá, þá annast og kostar kjósandinn sjálfur sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst en kjósandi kostar sjálfur sendinguna.

Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá. Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna.

Kjósendur á erlendri grundu bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila á Íslandi. Senda skal atkvæði til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandinn telur sig vera á kjörskrá. Sendiumslagið skal merkja viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn og á bakhlið umslagsins skal færa inn tilteknar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Vilji kjósandi ekki að nafn hans, kennitala og lögheimili á Íslandi sé sýnilegt öðrum er honum heimilt að setja sendiumslagið ofan í annað umslag og merkja það viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn.

Hægt er að senda utankjörfundaratkvæði með pósti eða koma því á einhvern annan hátt í hendur hlutaðeigandi kjörstjórnar en það verður að berast fyrir lok kjörfundar á kjördag svo hægt sé að taka það til greina við kosninguna. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum