Hoppa yfir valmynd

Yfirkjörstjórnir forsetakosninga 2020

Í hverju kjördæmi er yfirkjörstjórn. Yfirkjörstjórnir eru kosnar af Alþingi og eru skipaðar fimm mönnum og fimm til vara. Það er borgaraleg skylda að taka sæti í kjörstjórn. Við ákveðnar aðstæður getur kjörstjórnarmaður þurft að víkja sæti, til dæmis ef til úrskurðar er mál, sem varðar maka hans eða ættingja. Yfirkjörstjórnir skulu eins og aðrar kjörstjórnir halda gerðabækur og bóka gerðir sínar.

Reykjavíkurkjördæmi norður

Aðsetur á kjördag

Á kjördag mun yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Að kjörfundi loknum flyst aðsetur hennar í Laugardalshöll, þar sem talning fer fram.

Formaður Erla S. Árnadóttir

Reykjavíkurkjördæmi suður

Aðsetur á kjördag

Á kjördag mun yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður hafa aðsetur í Hagaskóla.
Að kjörfundi loknum flyst aðsetur hennar í Laugardalshöll, þar sem talning fer fram.

Formaður Leifur Valentín Gunnarsson

Norðvesturkjördæmi

Aðsetur á kjördag

Á kjördag mun yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafa aðsetur á Hótel Borgarnesi.
Talning fer fram á sama stað.

Formaður Ingi Tryggvason

Norðausturkjördæmi

Aðsetur á kjördag

Á kjördag mun yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hafa aðsetur í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Talning fer fram í Brekkuskóla.
Sími á kjördag: 840-1479

Formaður Gestur Jónsson 

Suðurkjördæmi

Aðsetur á kjördag

Á kjördag mun yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Talning atkvæða fer fram á sama stað.
Símar á kjördag: 664-1890 og 692-5900.
Tölvupóstfang yfirkjörstjórnar er: [email protected]

Formaður Þórir Haraldsson 

Suðvesturkjördæmi

Aðsetur á kjördag

Á kjördag mun yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis hafa aðsetur í íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði.
Talning atkvæða fer fram á sama stað.
Símar á kjördag: 550 4052, 550 4053

Formaður Huginn Freyr Þorsteinsson

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum