Hoppa yfir valmynd

Framboð - leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista

 • Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.
 • Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista.
 • Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili.
 • Tilnefna þarf tvo umboðsmenn.
 • Tilgreina ber nafn framboðs.
 • Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf.
 • Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 5. maí 2018.
Þegar yfirkjörstjórn hefur úrskurðað um gildi framkominna framboðslista gerir hún þau kunn almenningi með auglýsingu sem birt er á sama hátt og á hverjum stað er venja að birta opinberar auglýsingar.

Í auglýsingu skal a.m.k. greina frá bókstaf framboðslista og nöfnum frambjóðenda á hverjum lista í réttri röð.
Ef frambjóðandi deyr áður en kosning fer fram, en eftir að framboðsfrestur er liðinn eða á næstu þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur er liðinn, má innan viku, ef fullur helmingur meðmælenda listans krefst þess, setja annan mann í stað hins látna á listann, enda sé fullnægt öðrum almennum skilyrðum um framboðið.
Ef aðeins einn framboðslisti berst skal yfirkjörstjórn framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa.

Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn ef hann uppfyllir að öllu leyti skilyrði lagann
 • Á framboðslista skulu vera að minnsta kosti jafnmörg nöfn frambjóðenda og kjósa á sem aðalmenn í viðkomandi sveitarstjórn og aldrei fleiri en tvöföld sú tala.
 • Ef yfirkjörstjórn berst listi með fleiri nöfnum en tilskilið er tekur hún af listanum öftustu nöfnin sem eru fram yfir hámarkstöluna.

Ef frambjóðandi hefur dáið og annar boðið sig fram í hans stað samkvæmt framangreindu skal hlutaðeigandi yfirkjörstjórn birta listann þannig breyttan með auglýsingu sem birt er á sama hátt og aðrar auglýsingar um framboð

Lágmarksfjöldi meðmælenda er sem hér segir:

10 meðmælendur í sveitarfélagi með færri en 500 íbúa,
20 meðmælendur í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa,
40 meðmælendur í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa,
80 meðmælendur í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa,
160 meðmælendur í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa.

Hámarkstala meðmælenda er tvöföld tilskilin lágmarkstala.

Eftir að framboðsfrestur rennur út getur sá sem er á framboðslista ekki dregið framboð sitt á listanum til baka. Þá er einungis heimilt að bæta nýjum nöfnum á framboðslista, eftir að framboðsfresti er lokið ef frambjóðandi á þeim lista hefur látist. 

Í úrskurði félagsmálaráðuneytisins frá 10. júlí 1998 var fjallað um sveitarstjórnarkosningar í Þórshafnarhreppi. Þar kom upp sú staða að tveir frambjóðendur sögðu sig af framboðslista daginn eftir að framboðsfrestur rann út en áður en yfirkjörstjórn hafði úrskurðað um gildi framkominna lista. Óskað var eftir að listinn fengi að bæta tveimur nöfnum við listann í staðinn en þeirri beiðni var hafnað af yfirkjörstjórn.

Listinn var talin löglegur með átta nöfnum en hámarkstalan var í þessu tilviki tíu. Í úrskurðinum kemur meðal annars fram að í lögum um kosningar til sveitarstjórna sé eingöngu að finna heimild til að bæta nöfnum á lista eftir að framboðsfresti lýkur í stað frambjóðanda sem deyr.
Þetta sérákvæði í lögunum sé eingöngu bundið við andlát frambjóðanda. Verði því að gagnálykta á þann veg að óheimilt sé í öðrum tilvikum að bæta nýjum frambjóðendum á lista eftir lok framboðsfrests.

Öllum framboðslistum skal skilað með nauðsynlegum fylgigögnum til yfirkjörstjórnar þeirrar sem í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar þrjár vikur eru til kjördags, þ.e. 5. maí 2018.
Yfirkjörstjórn skal halda fund daginn eftir að framboðsfrestur rennur út.

Umboðsmönnum framboðslista skal veittur kostur á að vera viðstaddir.

Finnist gallar á framboðslista á þessum fundi yfirkjörstjórnar skal hlutaðeigandi umboðsmönnum gefinn kostur á að leiðrétta þá og má veita frest í því skyni eftir því sem tími og atvik leyfa eftir ákvörðun yfirkjörstjórnar. Ef gallar sem yfirkjörstjórn hefur bent á eru ekki leiðréttir innan tilskilins frests kveður hún upp úrskurð um hvort listinn skuli vera ógildur vegna þess.

Ef framboðslisti er úrskurðaður ógildur skal eftirrit af úrskurði þá þegar afhent hlutaðeigandi umboðsmanni eða umboðsmönnum ásamt eftirriti af lista þeim sem úrskurðaður er ógildur.

Verði ágreiningur innan yfirkjörstjórnar um galla á framboði, kjörgengi eða annað málefni ræður afl atkvæða úrslitum.

Úrskurði yfirkjörstjórnar um kjörgengi má skjóta til sveitarstjórnar. Úrskurð sveitarstjórnar má kæra til dómsmálaráðuneytisins á sama hátt sem fyrir er mælt í 93. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna ef úrskurður fellur um að fulltrúaefni hafi misst kjörgengi.

Ef á framboðslista eru fleiri nöfn en tilskilið er skal yfirkjörstjórn nema burt af listanum öftustu nöfnin sem eru fram yfir tilskilda tölu. Sama á við um lista meðmælenda.

Ef yfirkjörstjórn berst listi er nafn manns stendur á án þess að skriflegt leyfi hans fylgi, eða maður hefur skriflega leyft nafn sitt á fleiri listum en einum, skal yfirkjörstjórn nema það nafn burt af listanum eða listunum. Sama á við um meðmælendu

Hægt er að sækja um listabókstaf hjá yfirkjörstjórn viðkomandi sveitarfélags um leið og listi er lagður fram.

Yfirkjörstjórn merkir lista framboðanna með hliðsjón af skrá dómsmálaráðuneytisins um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu alþingiskosningar.

Ef framboðslistar eru ekki bornir fram af stjórnmálaflokkum merkir yfirkjörstjórn þá í stafrófsröð eftir því sem þeir hafa borist henni eða eftir samkomulagi við umboðsmenn listanna

Nafn viðkomandi framboðs þarf að koma skýrt fram þegar listanum er skilað. Er þar ýmist um að ræða nafn viðkomandi stjórnmálaflokks eða annað nafn sem aðstandendur viðkomandi framboðslista hafa valið.
 • Kjörgengi: Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélaginu, hefur ekki verið sviptur lögræði og hefur óflekkað mannorð. 
 • Samþykki frambjóðanda: Nafn manns má ekki setja á framboðslista án skriflegs samþykkis hans. Framboðslista sem skilað er til yfirkjörstjórnar skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að nöfn þeirra verði sett á listann.
 • Einungis á einum lista: Enginn má bjóða sig fram á fleiri framboðslistum en einum við sömu sveitarstjórnarkosningar.
 • Hver meðmælandi skal vera með kosningarrétt í hlutaðeigandi sveitarfélagi.
 • Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar.
  Hafi sami kjósandi mælt með fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra.

 • Kjósandi getur ekki afturkallað stuðningsyfirlýsingu sína við framboðslista eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn.
Hverjum framboðslista skal fylgja til yfirkjörstjórnar skrifleg tilkynning um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans.

Ef umboðsmenn listans eru ekki tilgreindir eða umboðsmaður er af einhverjum ástæðum forfallaður eru frambjóðendur í aðalsætum hver um sig réttir umboðsmenn listans.

Þessir umboðsmenn gæta réttar lista þeirra sem þeir eru fyrir við skoðun og úrskurðun listanna. Þeir gefa þær upplýsingar um listana er yfirkjörstjórn óskar.

Umboðsmönnum er skylt að hlíta þeim fundarreglum sem kjörstjórnir setja.

Umboðsmenn lista eiga rétt á að gæta þess að kjörstjórn og kjósendur hegði sér lögum samkvæmt við kosningarathöfnina og má hver þeirra gera athugasemdir við kjörstjórnina um það sem honum þykir áfátt. Þeim er enn fremur heimilt að gefa öðrum umboð til að vera viðstaddir kosningar á hinum einstöku kjörstöðum og við talningu atkvæða.

Ef umboðsmaður telur eitthvað ólöglegt vera við kosningarathöfnina og fær það ekki leiðrétt á hann rétt á að fá ágreiningsefnið bókað þegar í stað í gerðabók viðkomandi kjörstjórnar.

Ef kjörstjórn neitar að bóka eitthvað fyrir umboðsmann varðandi kosningarathöfnina á hann rétt á að bóka það sjálfur og skal hann jafnframt rita nafn sitt undir.

Ef umboðsmenn lista eru ekki viðstaddir talningu skal yfirkjörstjórn kveðja valinkunna menn úr sömu stjórnmálasamtökum eða tengda listunum, ef unnt er, til að gæta réttar af hendi listans.
An exception occurred: Invalid column name 'spurning'.
Síðast uppfært: 24.3.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira