Hoppa yfir valmynd

Nýkjörin sveitarstjórn

  • Yfirkjörstjórn skal gefa út kjörbréf til kjörinna aðalmanna og jafnmargra varamanna. Önnur kjörbréf eru gefin út eftir þörfum.
     - Sjá sýnishorn af kjörbréfi
  • Yfirkjörstjórn skal senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninganna.
  • Nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum 15 dögum eftir kjördag. Jafnlengi heldur fráfarandi sveitarstjórn umboði sínu, með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum um kosningar til sveitarstjórna. Áður en nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum hefur hún ekki umboð til töku ákvarðana um málefni sveitarstjórnarinnar eða sveitarfélagsins.
  • Á tímabilinu frá kjördegi og þar til nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum hefur hver sveitarstjórnarmaður í fráfarandi sveitarstjórn heimild til að krefjast frestunar á framkvæmd ákvörðunar sem sveitarstjórn tekur á því tímabili og skal þá leggja málið fyrir nýja sveitarstjórn á fyrsta fundi hennar. Ef mál er þannig vaxið að framkvæmd ákvörðunar þolir enga bið verður þessa úrræðis ekki neytt, enda sé heimild til afgreiðslu málsins í fjárhagsáætlun, lögum, almennum fyrirmælum stjórnvalda eða með leyfi ráðuneytisins.
  • Ef ráðuneytið hefur úrskurðað kosningu ógilda skal nýkjörin sveitarstjórn sitja uns nýjar kosningar hafa farið fram.
  • Sveitarstjórn sem situr við slíkar aðstæður hefur takmarkaðar heimildir til að taka ákvarðanir. Eftir að kjörtímabili fráfarandi sveitarstjórnar er lokið og þar til löglega kjörin sveitarstjórn tekur við störfum getur starfandi sveitarstjórn ekki innt af hendi neinar greiðslur eða gengist undir nokkrar skuldbindingar fyrir hönd sveitarfélagsins nema samkvæmt heimild í fjárhagsáætlun, lögum, almennum fyrirmælum stjórnvalda eða með leyfi ráðuneytisins.
Síðast uppfært: 14.3.2018
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira