Hoppa yfir valmynd

Hvar á ég að kjósa?


Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum. 

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí 2018. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þrem vikum fyrir kjördag, þann 5. maí 2018. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Rétt er að geta þess að ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrám. Strax að loknum kosningadegi er vefhlutinn tekinn niður og þar með er lokað fyrir aðgang að kjörskránni.

Síðast uppfært: 24.3.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum