Framboð - leiðbeiningar
Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista
- Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 29. ágúst 2020.
- Yfirkjörstjórn mun koma saman til að taka á móti framboðslistum í fundarsal á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 á Egilsstöðum milli kl. 10.00 og 12.00 þann dag.
- Tilgreina þarf nafn framboðs.
- Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf.
- Á framboðslista skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.
- Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélaginu skv. 2. gr. laga nr. 5/1998, hefur ekki verið sviptur lögræði og afplánar ekki óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir refsivert brot.
- Nafn manns má ekki setja á framboðslista án skriflegs samþykkis hans. Framboðslista sem skilað er til yfirkjörstjórnar skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að nöfn þeirra verði sett á listann, skorti slíkt samþykki skal yfirkjörstjórn nema það nafn burt af listanum eða listunum
- Enginn má bjóða sig fram á fleiri framboðslistum en einum við sömu sveitarstjórnarkosningar.
- Á framboðslista skulu vera að minnsta kosti jafnmörg nöfn frambjóðenda og kjósa á sem aðalmenn í viðkomandi sveitarstjórn og aldrei fleiri en tvöföld sú tala.
- Ef yfirkjörstjórn berst listi með fleiri nöfnum en tilskilið er tekur hún af listanum öftustu nöfnin sem eru fram yfir hámarkstöluna.
- Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili.
- Lágmarksfjöldi meðmælenda er 40 meðmælendur sem er fjöldi meðmælenda í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa.
Hámarkstala meðmælenda er tvöföld tilskilin lágmarkstala. - Ef á meðmælendalista eru fleiri nöfn en tilskilið er skal yfirkjörstjórn nema burt af listanum öftustu nöfnin sem eru fram yfir tilskilda tölu.
- Hver meðmælandi skal vera með kosningarrétt í sveitarfélaginu.
- Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista.
Hafi sami kjósandi mælt með fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra. - Kjósandi getur ekki afturkallað stuðningsyfirlýsingu sína við framboðslista eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn.
- Tilnefna þarf tvo umboðsmenn.
Yfirkjörstjórn skal halda fund daginn eftir að framboðsfrestur rennur út. Umboðsmönnum framboðslista skal veittur kostur á að vera viðstaddir. Finnist gallar á framboðslista á þessum fundi yfirkjörstjórnar skal hlutaðeigandi umboðsmönnum gefinn kostur á að leiðrétta þá og má veita frest í því skyni eftir því sem tími og atvik leyfa eftir ákvörðun yfirkjörstjórnar. Ef gallar sem yfirkjörstjórn hefur bent á eru ekki leiðréttir innan tilskilins frests kveður hún upp úrskurð um hvort listinn skuli vera ógildur vegna þess.
Ef framboðslisti er úrskurðaður ógildur skal eftirrit af úrskurði þá þegar afhent hlutaðeigandi umboðsmanni eða umboðsmönnum ásamt eftirriti af lista þeim sem úrskurðaður er ógildur. Verði ágreiningur innan yfirkjörstjórnar um galla á framboði, kjörgengi eða annað málefni ræður afl atkvæða úrslitum.
Úrskurði yfirkjörstjórnar um kjörgengi má skjóta til sveitarstjórnar. Úrskurð sveitarstjórnar má kæra til dómsmálaráðuneytisins á sama hátt sem fyrir er mælt í 93. gr. laga nr. 5/1998 ef úrskurður fellur um að fulltrúaefni hafi misst kjörgengi
Hægt er að sækja um listabókstaf hjá yfirkjörstjórn um leið og listi er lagður fram.
Yfirkjörstjórn merkir lista framboðanna með hliðsjón af skrá dómsmálaráðuneytisins um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu alþingiskosningar.
Ef framboðslistar eru ekki bornir fram af stjórnmálaflokkum merkir yfirkjörstjórn þá í stafrófsröð eftir því sem þeir hafa borist henni eða eftir samkomulagi við umboðsmenn listanna.
Sveitarstjórnarkosningar 2018
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.