Hoppa yfir valmynd
25.08.2020 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um framboðsfrest og viðtöku framboðslista

Auglýsing um framboðsfrest og viðtöku framboðslista - myndHaraldur Jónasson / Hari

Auglýsing frá yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðsfrest og viðtöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 19. september 2020.

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem fram fara þann hinn 19. september 2020, rennur út kl. 12.00 á hádegi laugardaginn 29 ágúst 2020. Yfirkjörstjórn mun koma saman til að taka á móti framboðslistum í fundarsal á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 á Egilsstöðum milli kl. 10.00 og 12.00 þann dag.

Á hverjum framboðslista skulu vera að minnsta kosti 11 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en 22 nöfn. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, um að þeir sem á listanum eru hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir verði í kjöri.

Framboðslista skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, um stuðning kjósenda með kosningarétt í sveitarfélaginu við listann, að lágmarki 40 nöfn að hámarki 80 nöfn. Tilgreina skal fullt nafn, kennitölu og heimilisfang hvers meðmælanda. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans.

Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir verður nafn kjósanda fjarlægt af listanum í báðum/öllum tilvikum.

Um form framboðslista vísast að öðru leyti til VI. kafla laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna, með síðari breytingum.

Yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps,

Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaðar, 14. ágúst 2020.

Bjarni G. Björgvinsson

Ásdís Þórðardóttir

Björn Aðalsteinsson

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum