Hoppa yfir valmynd
07.09.2020 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um framlagningu kjörskráa

Auglýsing um framlagningu kjörskráa vegna kosninga til sveitarstjórnar og heimastjórna í sameinuðu sveitarfélagi Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september 2020.

Boðað hefur verið til kosninga til sveitarstjórnar og heimastjórna í sameinuðu sveitarfélagi Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september 2020.

Kjörskrár vegna kosninganna skulu lagðar fram almenningi til sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 9. september 2020 á skrifstofu hlutaðeigandi sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað sem viðkomandi sveitarstjórn auglýsir. Kjörskrár liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Athugasemdum við kjörskrár skal koma á framfæri við hlutaðeigandi sveitarstjórn eins fljótt og unnt er og skal sveitarstjórn þegar taka til meðferðar athugasemdir og gera viðeigandi leiðréttingar. Leiðréttingar má gera fram á kjördag en athygli er vakin á því að óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili barst Þjóðskrá Íslands ekki fyrir 29. ágúst 2020.

Þetta auglýsist hér með samkvæmt 8. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 5. september 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira