Hoppa yfir valmynd
18.09.2020 Dómsmálaráðuneytið

Aðstaða fyrir fólk í sóttkví til að kjósa

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Vakin er athygli á auglýsingu frá sýslumanninum á Austurlandi varðandi aðstöðu fyrir fólk í sóttkví til að kjósa:

Ákveðið hefur verið að aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví vegna Covid 19 og vilja greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara á austurlandi á morgun 19. september verði opnuð í hafnaraðstöðunni á Seyðisfirði. Sýslumaðurinn á Austurlandi mun sjá um kosninguna. Unnt verður að greiða atkvæði milli skv. samkomulagi við sýslumann með því að hringja í síma 896-4743 í dag 18. september og á morgun laugardaginn 19. september.

Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í bílskúra tollgæslunnar á Seyðisfirði. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni. Séu tveir kjósendur, sem eru í sömu sóttkví, saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo kjósandi greiði atkvæði án þess að nokkur sjái. Ekki mega fleiri en tveir koma saman í bíl og eingöngu tveir í þeim tilvikum þegar kjósandi getur ekki ekið sjálfur.

Kjósendur skulu hafa með sér eftirfarandi:

Skilríki til að sanna á sér deili.

Blað þar sem kennitala kjósanda hefur verið skrifuð með stórum læsilegum tölustöfum.

Blað og penna þar sem kjósandi gerir kjörstjóra, sem veitir kjósanda aðstoð við atkvæðagreiðsluna, grein fyrir því hvernig hann vill kjósa.

Sýslumaður mun koma atkvæðinu til kjörstjórnar á Seyðisfirði fyrir lokun kjörstaðar og atkvæðið fara þaðan í talningu á Egilsstöðum. Kjósendur eru beðnir um að hafa í huga að atkvæðagreiðslan mun taka nokkurn tíma.

Gjört á Seyðisfirði, föstudaginn 18. september 2020.

Lárus Bjarnason sýslumaður.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira