Kjörstaðir
Kjörstaðir við sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningarnar þann 19. september nk. verða á kjördag opnir sem hér segir:
Borgarfjörður eystri | Hreppstofan Borgarfirði | Frá kl. 09.00 til kl. 17.00 |
Djúpivogur | Tryggvabúð Djúpavogi | Frá kl. 10.00 til kl. 18.00 |
Fljótsdalshérað | Menntaskólinn á Egilsstöðum | Frá kl. 09.00 til kl. 22.00 |
Seyðisfjörður | Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði | Frá kl. 10.00 til kl. 22.00 |
Vegna sóttvarnarsjónarmiða eru kjósendur hvattir til þess að gæta fyllstu varúðar og virða fjarlægðarmörk á kjörstað, þar sem vænta má að af og til meðan á kjörfundi stendur geti margir verið staddir á kjörstað á sama tíma. Á kjörstað á Egilsstöðum verður fyrirkomulag með breyttu sniði frá því sem verið hefur, þannig að kjördeild 1 og kjördeild 2 verða aðskildar á þann veg að kjördeild 1 verður á sama stað og hún hefur áður verið en kjördeild 2 færist í aðrar kennslustofur með sérinngangi. Vegna þessa verður anddyrinu á kjörstað skipt í tvennt eftir kjördeildum og eru kjósendur beðnir að virða þessi mörk.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.